stíbbbl

ég er eitthvað óttalega bloggstífluð núna. Hlýtur að losna um þetta fljótlega.

Næstsíðasta planaða sýningin mín á Söngvaseið í gær, sú síðasta á morgun, vonandi fæ ég fleiri seinna í vetur. Fullt af lösnu fólki, til dæmis var ein stelpnanna með svínslegu sóttina, sú sem leikur á móti henni kom í staðinn og lék, þrátt fyrir svæsna gubbupest, hljóp út milli atriða til að kasta upp. Mesta furða að stelpurófan slapp við að kasta upp á sviðið. Held nú ekki að neinn hafi orðið var við þetta.

Baksviðs var svo verið að tala um að veikindin sæjust líka úti í sal, á litla sviðinu var fólki víst smalað saman til að sitja framar. Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á sýninguna.

Með pestina annars, ég er voða lítið sótthrædd, læt aldrei flensusprauta mig þó ég ætti örugglega að gera það, síðan ég byrjaði að fá lungnabólgur upp úr inflúensum (gerst tvisvar). Gladdi mig þess vegna að heyra í Samfélaginu í nærmynd í morgun lækni lýsa því yfir að læknum fyrri tíma hefði þótt lítið til svínaflensufaraldurs koma og hefðu vart átt orð yfir hysteríunni í kring um ekki verri veiki.

já, bíddu, var ekki stíbl í gangi annars?

Auglýsingar

1 Response to “stíbbbl”


  1. 1 vinur 2009-10-16 kl. 22:11

    Góð stíbbla! Ligg hér í einhverju og líkar ekki. Er ekki sótthrædd, en helv…hvað þessi pest ætlar að verða „fjölþreifin“. Kærust í bæinn, Gulla Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,062 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: