hóstakall

hélt Finni heima í dag, hann hóstar eins og honum sé borgað fyrir það – svo ljótur hósti í nótt að ég endaði á að gefa honum hálfa parkódín til að stilla hóstann. Andstyggilegt. Fyrir utan þetta líður honum bara vel, hitalaus og allt, bara fúll yfir að missa af badmintontímanum í dag.

Já sem minnir mig á að ég á eftir að kaupa flugur handa honum til að æfa sig heima að halda á lofti. Hmmm.

Auglýsingar

3 Responses to “hóstakall”


  1. 1 ella 2009-10-16 kl. 06:41

    Fólk með ljótan næturhósta á skilyrðislaust að fá fjallagrasate! Ég nenni ákaflega sjaldan að nota svona „þjóðráð, en þegar ég var hér einu sinni með ömmustrák sem fékk engan svefnfrið fyrir hósta þó að ég væri að þvæla í hann einhverjum mixtúrum druslaðist ég loks til að gera te í potti, færði honum svo bolla og barnið drakk í botn, lagðist svo á koddann og steinsofnaði með það sama og svaf vært fram á morgun. Ég stóð yfir honum um stund gapandi af undrun en fór svo dauðfegin í rúmið sjálf.

  2. 2 Elín Henriksen 2009-10-16 kl. 13:21

    Þetta er gott ráð, hef ekki prófað fjallagrasate. Er með prinsinn minn hóstandi út í eitt og verstur er hann á kvöldin þegar hann er nýlega sofnaður. Best að gera tilraun 🙂

  3. 3 hildigunnur 2009-10-16 kl. 17:07

    jamm, spurning um að tékka á því, unglingurinn strækar algerlega á fjallagrösum en ekki hann, allavega ekki enn 🙂 Var annars skárri í dag en alls ekki alveg góður.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,078 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: