þetta er sárt

en ég bara verð að vísa í frétt á morgunblaðsvefnum. Og ég sem ætlaði ekki einu sinni að skoða þann vef framar, að óbreyttu.

Ekki er ég á móti því að gera vel við íþróttir. En mér finnst að einhverjir mættu muna eftir að íslensku tónlistarfólki og gestum, iðulega heimsfrægum listamönnum hefur verið boðið upp á þessa aðstöðu síðastliðin 40 ár.

Stendur til bóta núna reyndar – loksins – hvort sem fólk er nú sátt við endanlega útkomu tónlistarhússins eður ei. En það er grátbroslegt að þegar fótboltagengið þarf að sætta sig við eina athöfn í bíóinu sé það skelfilegt hneyksli.

Hvað er að?

6 Responses to “þetta er sárt”


 1. 1 Jón Hafsteinn 2009-10-7 kl. 13:30

  Grátbroslegt kannski en fram hjá því verður ekki horft að þetta er mjög lélegt, óháð þeirri staðreynd að aðstaðan sem tónlist er boðið upp á er enn lélegri (og hún er það, engin spurning). Að sjálfsögðu ætti það aðstöðuleysi að vera hærra á forgangslistanum en þetta, það er óumdeilanlegt með öllu. En hundaskítur verður ekkert merkilegri matur við það að einhver annar fái bara hálfan hundaskít 😉

 2. 2 hildigunnur 2009-10-7 kl. 13:36

  nei nei, enda sagði ég líka að ég hefði ekkert á móti því að vel sé gert við íþróttir. Varla ertu annars að halda því fram að ekki sé vel gert við íþróttir, sérstaklega hópíþróttir hér á landi annars? (með hundaskítssamlíkingunni).

  Ég get ómögulega vorkennt þeim að þurfa að vera þarna eina kvöldstund eða svo.

 3. 3 Jón Hafsteinn 2009-10-7 kl. 13:44

  Ég er einmitt að halda því fram. Hópíþróttirnar eru nokkuð nálægt lagi (og golf einfaldlega vegna fjöldans) og það er erfitt að halda því fram að ein kvöldstund í Háskólabíói sé einhver katastrófa en aðrar íþróttir fá engan veginn næga „þjónustu“ ef svo má að orði komast.

  Íþróttir og tónlist eru gríðarlega mikilvæg fyrirbæri, nákvæmlega jafn mikilvæg, og það þarf að gera miklu betur við bæði. Tónlistin hefur bara fengið margfalt verri meðferð en íþróttirnar hingað til.

 4. 4 hildigunnur 2009-10-7 kl. 13:48

  Skal vera algerlega sammála þér með hinar íþróttirnar! Hins vegar voru þeir einmitt að halda því fram að kvöldstundin hafi verið katastrófa og það er fyrst og fremst það sem mér finnst grátbroslegt…

 5. 5 Jón Hafsteinn 2009-10-7 kl. 13:56

  Og það skal ég alveg skrifa undir. Hins vegar er líka punktur að þeir sem skipulögðu þetta gátu alveg notað til dæmis eitthvað íþróttahús fyrst ekki var til peningur fyrir Hótel Íslandi (sem ég geri ráð fyrir að hafi verið ástæðan fyrir breytingunni). Þeir ættu nú að hafa aðgang að þeim og það hefði örugglega hentað mun betur. Þetta var bara klaufaleg skipulagning. Og lokahóf á mánudagskvöldi er nú ekki mjög spennandi sem er hitt sem er kvartað yfir (samkvæmt greininni).

 6. 6 Jón Hafsteinn 2009-10-7 kl. 14:00

  Svo ég síðasta kommenti í eina setningu þá má eitthvað á milli vera.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.341 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: