nýi

formaðurinn sem var kjörinn með smölun kom með dæmi um heimska vinstrimanninn sem fattaði ekki hvað hann hafði grætt og þótti dæmið sniðugt.

Sá til vinstri hafði keypt sér hús fyrir húsnæðisbólu, það hafði auðvitað eins og allt annað húsnæði hækkað um margar milljónir. Þetta var til marks um hvað hann hefði nú grætt á „góðærinu“

Það sem litli guttinn sér ekki er auðvitað að vinstra fólk og annað fólk þarf að búa einhvers staðar ekki satt? Jú jú, það er fræðilegur möguleiki að selja húsnæðið, ekki auðvelt en mögulega hægt. Hins vegar þarf væntanlega að kaupa annað húsnæði sem er orðið jafn dýrt og það selda, núna. Eða flytja til útlanda, jú kannski – en gróðinn samt farinn fyrir minna þegar krónan hefur hrapað um meira en helming.

Gróði vinstramannsins er sem sagt bara tölur á blaði, sýndargróði. Eins og öll bólan.

Og litlu Sjálfgræðismennirnir eru ekki búnir að fatta þetta ennþá…

Auglýsingar

6 Responses to “nýi”


 1. 1 baun 2009-09-30 kl. 18:57

  Já, það er nú meira hvað við almenningur erum búin að græða í „góðærinu“.

 2. 2 parisardaman 2009-10-1 kl. 08:51

  Ég þoldi það einmitt ekki þegar fólki fannst ég vera að græða á hækkandi húsnæðisverði hér í kringum okkur. Við sem ætluðum að reyna að kaupa okkur eitt barnaherbergi í viðbót, sem og svalir, sáum bara verð á aukafermetrum hækka í fullkomnu samræmi við hækkun á íbúðum eins og okkar. Græða? Það græðir enginn á hækkandi húsnæðisverði nema spekúlantar/bissnessfólk með fullt af peningum og vitanlega bæjarfélögin sem fá skatta í samræmi við söluverð.

 3. 3 Jón Hafsteinn 2009-10-2 kl. 15:45

  Það er alveg eins hægt að kalla það gróða að færa peningana úr hægri vasanum í þann vinstri…

 4. 5 Kristjana Bjarnadóttir 2009-10-2 kl. 20:23

  Bullið fólst náttúrulega ekki síst í því að fólk tók lán út á þennan gróða og skuldsetti jafnvel lítt skuldsettar eignir í topp. Talað var um að taka út sparnað sem fólk átti í fasteignum með þessu.

  Það eru mýmörg sorgleg dæmi um fólk sem lét ginna sig í þetta. Eigi að síður er ábyrgðin ávallt þeirra sem tóku þessi lán. Það hefur enga þýðingu að segja að „bankinn látti mig gera þetta“.

 5. 6 hildigunnur 2009-10-2 kl. 20:42

  Kristjana algerlega! Það er ekki hægt að fría sig ábyrgð – verst samt að við hin sem tókum ekki lánin, horfum á túbusjónvörpin okkar og keyrum um á 13 ára gömlu bíldruslunum þurfum víst að borga heilan helling í því líka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
« Ágú   Okt »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: