Sarpur fyrir 28. september, 2009

bölvun járns

Ekki man ég hvort ég hef byrjað plögg fyrir tónleika svona snemma áður en mikið hrikalega held ég að tónleikarnir okkar þann 8. nóv verði magnaðir. Kolheiðið verk í kirkjunni, fáránlega flott, Raua Needmine eftir Veljo Tormis. Já fleira, margt fleira en nú er ég bara með það á repeat.

Ekki verra að stóri litlibróðir kemur frá Egilsstöðum til að syngja tenórsólóið.

vantar samt diskinn minn ennþá…

Nánar þegar nær dregur.

heh

hefði það ekki verið fyrir að Finnur þarf að breyta víólutímanum sínum í næstu viku hefði ég bókað ekki farið inn á stundatöfluna mína í Listaháskólanum og aldeilis ekki uppgötvað að ég er í fríi þar á morgun. Bara mætt galvösk, ætlað að fara að kenna og ekkert skilið í því hvað væri með nemendurna…

Nú skal samið. Árans blessuð leikfimin þvælist þvílíkt fyrir tónsmíðunum, morgnarnir eru einmitt tíminn sem nýtist mér hvað best. Verð að fara að klára þetta tvennt sem ég á útistandandi.


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa