hóst, snörl, rýt

nei, ég er ekki komin með kvef, eiginlega ætla ég aðallega að hrósa tónleikagestunum í gær.

Það var nefnilega bara hóstað milli fyrsta og annars kafla, bilin milli annars og þriðja og fjórða kafla fengu að vera nánast alveg hóstafrí.

Þagnir í tónlist eru jafnmikilvægar og tónarnir nefnilega. Líka milli kafla í heildstæðum verkum. Áhrifamikil lok kafla, byrjun á næsta er ekki veiðileyfi á líkamshljóð. Milli verka, hvort sem er klappað eða ekki er allt annar hlutur.

Og að fólk skuli ekki fatta að nota tækifærið þegar allt er á fullu í hljómsveitinni, brass og slagverk í gangi, til að losa sig við hóstann og snýturnar, því næ ég bara engan veginn. Þá heyrist nefnilega ekki neitt.

Var einmitt að kenna Finni þetta í gær, hann vildi endilega hvísla einhverju að mér rétt á meðan strengirnir voru með tremoló í pp – stoppaði hann af en leyfði svo næst þegar eitthvað meira var að gerast. Mikið sniðugra og truflar ekki neinn.

Só ðer!

4 Responses to “hóst, snörl, rýt”


 1. 1 Finnbogi 2009-09-27 kl. 11:40

  En þetta var heldur engin smávægis berklahviða sem gekk um salinn eftir 1. kafla.

 2. 2 hildigunnur 2009-09-27 kl. 11:50

  úff já! Væntanlega hafa bara allir klárað alla hóstana sína þá.

 3. 3 Brynja túba 2009-09-27 kl. 11:54

  Já þetta var eiginlega frekar fyndið – það voru greinilega allir að spara að hósta þangað til það kom þögn…hehe.
  Algjörlega sammála með að hósta í sem mestu látunum í hljómsveitinni – tekur enginn eftir því.

 4. 4 Meinhornid 2009-09-28 kl. 01:13

  Það getur líka verið gott að hjálpa til með smá hóstakviðu ef brassið er ekki með línurnar sínar á tæru.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.561 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: