nei, ég er ekki komin með kvef, eiginlega ætla ég aðallega að hrósa tónleikagestunum í gær.
Það var nefnilega bara hóstað milli fyrsta og annars kafla, bilin milli annars og þriðja og fjórða kafla fengu að vera nánast alveg hóstafrí.
Þagnir í tónlist eru jafnmikilvægar og tónarnir nefnilega. Líka milli kafla í heildstæðum verkum. Áhrifamikil lok kafla, byrjun á næsta er ekki veiðileyfi á líkamshljóð. Milli verka, hvort sem er klappað eða ekki er allt annar hlutur.
Og að fólk skuli ekki fatta að nota tækifærið þegar allt er á fullu í hljómsveitinni, brass og slagverk í gangi, til að losa sig við hóstann og snýturnar, því næ ég bara engan veginn. Þá heyrist nefnilega ekki neitt.
Var einmitt að kenna Finni þetta í gær, hann vildi endilega hvísla einhverju að mér rétt á meðan strengirnir voru með tremoló í pp – stoppaði hann af en leyfði svo næst þegar eitthvað meira var að gerast. Mikið sniðugra og truflar ekki neinn.
Só ðer!
Nýlegar athugasemdir