var á

tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nánast troðfullt Háskólabíó, þau spiluðu hina glæsilegu og erfiðu 5. sinfóníu Sjostakóvitsj. Og það ekkert smá vel.

Hafði keypt tvo miða fyrir okkur Jón Lárus, besta stað í húsinu sirka, áttunda bekk aðeins vinstra við miðju. Svo vildu krakkarnir náttúrlega koma með þannig að þegar ég keyrði Fífu klukkan hálffimm þegar hún átti að mæta keypti ég tvo miða fyrir þau líka. Auðvitað ekkert eins góðan stað, 23. bekk. Drógum síðan um hvar hver sæti. Við Finnur lentum í verri sætunum – dauðsá eftir því að hafa ekki keypt bara strax fjóra miða.

Gerði svo sem ekkert þannig mikið til – þetta var verulega flott og skemmtilegt. Enda ætlaði þakið að rifna af húsinu í lokin. Fannst reyndar fólk svolítið seint að taka við sér að standa upp, við nokkur aftast í húsinu spruttum strax upp en nánast enginn annar, fyrr en í þriðja uppklappi þá drattaðist fólk á fætur. Hefur þó oft verið staðið upp að minna tilefni.

Takk fyrir mig krakkar!

2 Responses to “var á”


  1. 1 Finnbogi 2009-09-27 kl. 11:51

    Ég er einmitt orðinn dauðleiður á þessu eilífa uppistandi á tónleikum, það liggur nærri að sé orðin skylda að standa upp eftir hverja tónleika og þess vegna tek ég sjaldnast þátt í þessu nema til að sjá hvað er að gerast á sviðinu. Ég hef reyndar ekki nema nokkrum sinnum verið svo ægilega hrifinn eftir tónleika að hressilegt lófatak hafi ekki nægt mér – og líklega ekki nema tvisvar sinnum í Háskólabíói.
    Það breytir því þó ekki að krakkarnir stóðu sig frábærlega vel í gær.

  2. 2 hildigunnur 2009-09-27 kl. 11:57

    Sama segi ég – venjulega, en í gær var einmitt eitt af þessum fáu tilvikum sem mér finnst reita uppistand. Mikið frekar en oft þegar hefur verið staðið upp. Ég sat til dæmis sem fastast eftir þó fína tónleika Schola Cantorum um daginn þó allir í kring stæðu upp.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: