vaaaá

hrikalega var gaman í kvöld. Gekk ekki smá vel, ruglaðist einu sinni pínulítið (átti að fara út sviðs hægri en fannst allar hinar vera að fara til vinstri – en það voru þá bara þær sem ég sá til – þetta var bara andartaks hik). Hinar nunnurnar (og ballgestirnir) toguðu mig til ef eitthvað var en það var algerlega minimal. Var gersamlega ekkert stressuð, mesta furða.

Gerði algjör mistök með því að klippa mig svona stutt í haust, þvílíkt vesen að setja galagreiðslu í hárið á mér og ég held ég hafi verið sirka hálftíma að ná af mér míkrófóninum vegna þess að það voru svo margar spennur í hárinu á mér til að halda því í skefjum.

Hraðskipti frá ballgesti í nunnu gengu betur en á æfingunni um daginn, ég var ekki móð þegar ég kom inn á svið – gat semsagt sungið.

Já og ég mundi alltaf eftir höndunum innan í búningi, mjög nunnuleg…

Núna rauðvínsglas til að halda upp á frumraun á sviði (utan æfinga). Congratulations are in order :þ

18 Responses to “vaaaá”


 1. 1 Þorbjörn 2009-09-25 kl. 22:54

  Kúl, til hamingju með frumraunina, þó það hafi ekki verið nein raun. Skála fyrir þér í mouth in hand. (Hér er ekki keypt áfengi heldur reynt að drekka bara úr skápnum…)
  Verðum við ekki að hittast næstu helgi? (Ég kem suður um miðjan dag á sunndaginn og fer til Norge á mánudagsmorgun)…

 2. 2 Svanfríður 2009-09-25 kl. 22:57

  TIl hamingju með þennan áfanga Hildigunnur.Ég klappa fyrir þér:)

 3. 3 Svala 2009-09-25 kl. 23:04

  Til hamingju – verst að hafa ekki verið á þessari sýningu. 🙂

 4. 4 hildigunnur 2009-09-25 kl. 23:14

  Þorbjörn ekki spurning – finnum út úr því. Matur á sunnudagskvöld? Nibb þetta var sko engin raun!

  Svanfríður og Svala, takk takk. Svala, ertu að fara á sýningu? Ég er allavega að sýna næstu tvo fimmtudaga 😉

 5. 5 hofilius 2009-09-25 kl. 23:24

  Til hamingju með frumraunina!

  Dauðöfunda þig að vera í þessu stykki, þetta er sko eitthvað sem ég væri til í að vera þátttakandi í…

 6. 6 vælan 2009-09-25 kl. 23:26

  hei eigum við ekki að vera með stórfjölskylduboð þá? minns langar líka að hitta Tobba Bró! 🙂 getum sameinast með matinn, það verður baunakássa með alfaalfa og speltsúrdeigsbrauð… iii djók 😀

 7. 7 hildigunnur 2009-09-25 kl. 23:28

  væla, játs! ahahahah 😀

 8. 8 hildigunnur 2009-09-25 kl. 23:32

  og Hófí, takk líka – já þetta er veeerulega gaman!

 9. 9 vinur 2009-09-25 kl. 23:59

  Fannst eins og ég hafi verið þarna, og innilega til hamingju. Veistu, á þessari mynd ertu alveg eins og mamma þín var á sínum yngri árum. Klapp, klapp. Gulla Hestnes.

 10. 10 parisardaman 2009-09-26 kl. 06:40

  Til hamingju!

 11. 11 Kristín Á 2009-09-26 kl. 08:19

  Frábært. Til hamingju með þetta. 😀

 12. 12 Þorbjörn 2009-09-26 kl. 08:48

  Baunakássa? Ég ætlaði nú ekki á eigin þrýstiloftsvélarafli út…

 13. 13 ella 2009-09-26 kl. 10:38

  Maður skyldi alltaf hugsa áður en farið er í klippingu 🙂 ég hef verið að velta fyrir mér hvort óhætt sé að fara í klippingu ef ég skyldi nú þurfa að nota hár í leiksýningu í vetur. Ég veit alvega að það er rosagaman hjá þér.

 14. 15 veiga 2009-09-26 kl. 12:48

  Til hamingju!

 15. 16 Þóra Marteins 2009-09-26 kl. 14:08

  Til hamingju 🙂

 16. 17 Hugi 2009-09-26 kl. 18:10

  Til hamingju með þetta, þú ert alveg stórglæsileg nunna! Mundir alveg rústa „American Nundol“.

 17. 18 Tryggvi M. Baldvinsson 2009-09-26 kl. 19:20

  til hamingju með frumraunina.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: