Sarpur fyrir 25. september, 2009

vaaaá

hrikalega var gaman í kvöld. Gekk ekki smá vel, ruglaðist einu sinni pínulítið (átti að fara út sviðs hægri en fannst allar hinar vera að fara til vinstri – en það voru þá bara þær sem ég sá til – þetta var bara andartaks hik). Hinar nunnurnar (og ballgestirnir) toguðu mig til ef eitthvað var en það var algerlega minimal. Var gersamlega ekkert stressuð, mesta furða.

Gerði algjör mistök með því að klippa mig svona stutt í haust, þvílíkt vesen að setja galagreiðslu í hárið á mér og ég held ég hafi verið sirka hálftíma að ná af mér míkrófóninum vegna þess að það voru svo margar spennur í hárinu á mér til að halda því í skefjum.

Hraðskipti frá ballgesti í nunnu gengu betur en á æfingunni um daginn, ég var ekki móð þegar ég kom inn á svið – gat semsagt sungið.

Já og ég mundi alltaf eftir höndunum innan í búningi, mjög nunnuleg…

Núna rauðvínsglas til að halda upp á frumraun á sviði (utan æfinga). Congratulations are in order :þ

sýning

í kvöld

vona ég muni eftir að hylja hendur mínar og já, muni þetta allt saman.

hlakka til.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa