og svo var

Finnur bara alls ekkert sérlega þreyttur eftir langa daginn sinn í gær, við rákum hann reyndar í rúmið um níuleytið, hálftíma fyrr en venjulega, en það var ekki vegna þess að hann væri neitt að lognast út af.

Myndi samt ekki vilja að hann ætti marga daga svona nánast stanslaust frá 9-7.

Þurfti ekki einu sinni að skutla honum heim eftir víólu, þar sem stóri bróðir vinar hans (þeir bræður eru líka í kórnum og í tónfræði með Finni) var í fiðlutíma á sama tíma og hann fór heim með þeim og svo beint í kór.

Tókst náttúrlega að gleyma víólunni og nótunum uppi í Hallgrími, en það var nú auðlagað.

Auglýsingar

7 Responses to “og svo var”


 1. 1 Elín Henriksen 2009-09-22 kl. 20:16

  Greinilega afar duglegur drengur þarna á ferðinni 🙂

 2. 2 hildigunnur 2009-09-22 kl. 20:38

  Finnur er hörkutól, satt er það 🙂

 3. 3 Þorbjörn 2009-09-22 kl. 21:49

  Kjaftstór þessi Hallgrímur…

 4. 4 hildigunnur 2009-09-22 kl. 21:54

  með þeim stærri, ójá.

 5. 5 vinur 2009-09-23 kl. 12:50

  Mér finnst svolítið skondið að hægt sé að gleyma heilli víólu:)
  Ég væri alveg til í að sjá börnin þín í aksjón,hljóma sem heil og skemmtileg börn.

 6. 6 vinur 2009-09-23 kl. 12:51

  Þetta var ég,Svanfríður.

 7. 7 hildigunnur 2009-09-23 kl. 12:58

  Hann Finnur myndi sko gleyma hausnum á sér ef hann væri ekki fastur á. Og já, þau eru skemmtileg – eða það finnst mér allavega 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
« Ágú   Okt »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: