Sarpur fyrir 22. september, 2009

og svo var

Finnur bara alls ekkert sérlega þreyttur eftir langa daginn sinn í gær, við rákum hann reyndar í rúmið um níuleytið, hálftíma fyrr en venjulega, en það var ekki vegna þess að hann væri neitt að lognast út af.

Myndi samt ekki vilja að hann ætti marga daga svona nánast stanslaust frá 9-7.

Þurfti ekki einu sinni að skutla honum heim eftir víólu, þar sem stóri bróðir vinar hans (þeir bræður eru líka í kórnum og í tónfræði með Finni) var í fiðlutíma á sama tíma og hann fór heim með þeim og svo beint í kór.

Tókst náttúrlega að gleyma víólunni og nótunum uppi í Hallgrími, en það var nú auðlagað.

nei

svínið er það ekki en ég er nú slatti slöpp samt. Er samt í fullri vinnu í dag við að hlusta á útvarpið og hugsa um kokka og þjóna í Restaurant City leiknum á andritinu.

Svo er ég með hrikalegar harðsperrur eftir leikfimina í gærmorgun (nei, það er ekki allur lasleikinn, svona ef LHÍ fólk er að lesa…)


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa