Finnur bara alls ekkert sérlega þreyttur eftir langa daginn sinn í gær, við rákum hann reyndar í rúmið um níuleytið, hálftíma fyrr en venjulega, en það var ekki vegna þess að hann væri neitt að lognast út af.
Myndi samt ekki vilja að hann ætti marga daga svona nánast stanslaust frá 9-7.
Þurfti ekki einu sinni að skutla honum heim eftir víólu, þar sem stóri bróðir vinar hans (þeir bræður eru líka í kórnum og í tónfræði með Finni) var í fiðlutíma á sama tíma og hann fór heim með þeim og svo beint í kór.
Tókst náttúrlega að gleyma víólunni og nótunum uppi í Hallgrími, en það var nú auðlagað.
Nýlegar athugasemdir