verð ég að viðurkenna að ég var frekar glöð með að hafa afsökun fyrir að mæta á bílnum í Listaháskólann. Ekki að ég fái svo sem stæði mikið nær en heima hjá mér reyndar…
En unglingur #1 er í Ungsveit Sinfóníunnar og ég lofaði að koma og sækja hana á æfingu klukkan 5 í Háskólabíó og keyra inn í Langholtskirkju á æfingu þar, byrjar líka klukkan 5.
Reyndar verður Fífa í þrígang með Sinfóníunni í vetur, fyrst núna ungsveitin, þá syngur Gradualekórinn á jólatónleikunum í ár og síðast en ekki síst Hamrahlíðarkórarnir með ef ég man rétt Pelleas og Melisande eftir jól. Frábært fyrir þessa krakka!
Auglýsingar
ég verð bara lúin við lesturinn, meira stússið hjá ykkur.
Allt vel þess virði samt 🙂