Sarpur fyrir 12. september, 2009

memory lane

er smátt og smátt að hlaða inn gömlum myndum úr albúmum, við eigum þessi lifandis ósköp af myndum, fyrir um ári var ég dugleg að skanna en tók svo góða pásu. Sjáum til hvað þetta endist.

Þegar Fífa var um þriggja mánaða bauð Irme vinkona okkar okkur þremur í smá ferðalag um Norður-Sjáland, enduðum í sumarbústaðnum hennar. Hér sést Fífa – hún átti ekki að fá mýbit:

Litla fjölskyldan við hlaðið borð Irme:

og þessa hef ég tekið af Irme, Jóni og Fífu:

Byrjaði aftur að skanna vegna þess að mig langar að fá ákveðna mynd af Freyju á tölvutækt form – en betra að taka þetta í röð (gæti líka rekið eftir mér…)

framtaksleysið

er stundum ótrúlegt hér á bæ, fjarstýringin á sjónvarpinu er til dæmis búin að vera ónýt í marga mánuði en aldrei höfum við drattast til að gera neitt í málinu. Reyndar horfi ég nánast ekkert á sjónvarp (hangi þeim mun meira á netinu reyndar) en bæði Freyja og pabbi hennar eru búin að vera að verða vitlaus á þessu. Ekki bara því að þurfa að standa upp, heldur eru stjórntækin á sjónvarpinu sjálfu mjög óþægileg að eiga við. Sjónvarpið er gamall Philips hlunkur og eiginlega eina sem er hægt með góðu móti að gera á því er að ýta fast á tvo stóra takka ofan á því til að skipta um stöð.

Allavega var splæst í nýtt stýri áðan og nú situr yngri unglingur alsæl og skiptir milli stöðva.

sáum næstum því árekstur

í dag, vorum uppi í Árbæ að keyra inn á hringtorg, stoppuðum fyrir hjólreiðamanni sem þurfti að komast yfir götuna, nema hvað þegar hann er nærri kominn yfir hina akreinina kemur smábíll á fleygiferð út úr hringtorginu, þurfti að snarsveigja frá þegar bílstjórinn tók allt of seint eftir hjólreiðamanninum.

Hef sterklega á tilfinningunni að bæði hjólreiðamaður og bílstjóri hafi fengið þokkalegt sjokk.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa