er smátt og smátt að hlaða inn gömlum myndum úr albúmum, við eigum þessi lifandis ósköp af myndum, fyrir um ári var ég dugleg að skanna en tók svo góða pásu. Sjáum til hvað þetta endist.
Þegar Fífa var um þriggja mánaða bauð Irme vinkona okkar okkur þremur í smá ferðalag um Norður-Sjáland, enduðum í sumarbústaðnum hennar. Hér sést Fífa – hún átti ekki að fá mýbit:
Litla fjölskyldan við hlaðið borð Irme:
og þessa hef ég tekið af Irme, Jóni og Fífu:
Byrjaði aftur að skanna vegna þess að mig langar að fá ákveðna mynd af Freyju á tölvutækt form – en betra að taka þetta í röð (gæti líka rekið eftir mér…)
Nýlegar athugasemdir