allt

að fara í gang, krakkarnir öll búin að fara í hljóðfæratíma og ég kenni fyrstu vikuna í suz á mánudaginn. Svei mér þá ef púslið tekst ekki bara í ár! Færði reyndar tvo seinni mánudagstímana mína um kortér svo ég nái að skutla Freyju og Finni heim úr tónfræði og víólu.

Mánudagurinn verður þungur hjá Finni, skóli frá 8:50-14:05, beint í tónfræði, 14:30-15:20, víólutími 15:30-16:00, skutl heim, kór 17:00-18:45. Litist ekki á ef hann og Freyja þyrftu líka að koma sér sjálf heim, þess vegna varð ég að koma því þannig fyrir að ég gæti keyrt þau.

Allir krakkarnir eru svo í kór núna og Finnur líka í badminton, fyrir utan tónlistarskólana. Vonandi verður þetta ekki of mikið fyrir þau!

Auglýsingar

13 Responses to “allt”


 1. 1 baldur mcqueen 2009-09-11 kl. 19:34

  Mér líður eiginlega eins og ég vanræki börnin mín eftir þessa lesningu 🙂

 2. 2 hildigunnur 2009-09-11 kl. 19:50

  haha, ég hef nefnilega næstum því á tilfinningunni að ég sé að ofrækja þau… 😛

 3. 3 vinur 2009-09-11 kl. 22:39

  Mánudagurinn hjá Finni er ansi langur. Góður svefn, skipulagning fyrir og eftir og matur nógur ætti að hjálpa mikið. Nú annars…ný skipulagning. Til lukku með fullan rekkann. Kærust kveðja, Gulla Hestnes

 4. 4 hildigunnur 2009-09-12 kl. 11:43

  Gulla já, við sjáum til – en það er reyndar ekki sérlega auðvelt að umpúsla, ég gæti fært tónfræðitímann hans yfir á fimmtudag, en þá þyrfti hann samt að koma með mér og bíða af sér tímann. Lítið vit í því. Ekki séns að það sé hægt að hnika víólutíma og ég vil helst ekki að hann hætti í kór, honum finnst það svo gaman. Held við pössum upp á svefninn og matinn og ég ætla að tala við kennarann hans um að hann taki mánudagsheimanámið á þriðjudeginum í staðinn 🙂

 5. 5 vælan 2009-09-12 kl. 12:54

  úff tíu tíma stanslaus vinnudagur er nú kannski EINUM of fyrir hann.. getur hann ekki fengið heimanám í tónfræðinni?

 6. 6 hildigunnur 2009-09-12 kl. 13:03

  heimanám í tónfræðinni hvernig þá? að ég kenni honum bara heima? Myndi svo sem ekki leysa neitt, eins og ég lýsi í kommentinu hér á undan. En hann fær pásu milli 4 og 5, sjáum hvort hann getur ekki slakað á þar.

 7. 7 vælan 2009-09-12 kl. 13:45

  þeas lært heima tónfræði, ekki fengið heimanám í tónfræði 😛

 8. 8 hildigunnur 2009-09-12 kl. 16:42

  já ég skildi það þannig – en eins og ég sagði þá hjálpar það nánast ekkert, hann þarf þá bara að hanga niðri í Suzuki í rúman klukkutíma frammi á gangi, eða labba sjálfur þangað, ég er ekkert viss um að hann verði minna þreyttur þannig.

 9. 9 Kristín í París 2009-09-12 kl. 17:32

  Hér er venjulegur skólatími barnanna 8:30 – 16:15. Og mín börn fara í „étude“ (vinna heimanámið) og ég sæki þau kl. 17:30. Að vísu er frí á miðvikudögum. Svo er Kári í tónlistarskólanum á mánudögum frá 18-18.50 svo þeir eru með álíka dag, drengirnir. Og bæði fara á miðvikudagseftirmiðdögum í fótbolta og tónó. Og Sólrún á eftir að fá gítartímann staðfestan. Nóg að gera hjá litlum krökkum með foreldra sem vilja gera vel!

 10. 10 hildigunnur 2009-09-12 kl. 17:48

  Kristín, ágætt að heyra að það er ekki bara Finnur :þ

  Líka skárra að þetta er fyrsti dagur eftir helgi, sem þeir hafa væntanlega hvílst, verra ef þetta væri á föstudegi eftir langa viku.

 11. 11 parisardaman 2009-09-12 kl. 21:30

  Já, Sólrún átti álíka dag í fyrra. Var hálf eftir sig í fyrstu, en þetta vandist fljótt. Börnin eru eins og við, ná upp hvíld þegar það er hægt.

 12. 12 vælan 2009-09-13 kl. 00:21

  Ekki mín. Hún var dauðþreytt eftir að vera frá 8.15 til 16.45 á hverjum EINASTA miðvikudegi í fyrra. Hún aðlagaðist bara ekki neitt um veturinn.

  Þetta varð svo til þess að ég tók ekki í mál að hún væri bæði í píanói og skautum á sama degi núna. Reyndar eru skautarnir mikil líkamleg áreynsla, það gæti haft eitthvað að segja í því hvað hún var þreytt.

 13. 13 hildigunnur 2009-09-13 kl. 10:02

  jamm, sjáum til hvernig hann lætur af sér.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,768 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
« Ágú   Okt »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: