getur maður orðið svona óhemju þreyttur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut?
Vöknuðum frekar seint, afslöppun fram yfir hádegi, skutumst í Ríkið og að kaupa bensín, síðan stímdum við í Mosfellsdalinn að kíkja á markaðinn – aldrei man maður eftir að koma með reiðufé, ég reyndar skil ekki alveg hvers vegna enginn þarna leigir posa, það kostar ekki nema 5000 kall per skipti (ef ég man rétt). Vorum að leita að næpum, þær voru svo reyndar ekki til, þannig að peningaleysið kom ekki að sök.
Svo var fjölskyldudagur Samskipa, hljómar reyndar ekki eins og að gera ekkert, en ég gerði samt nánast ekki neitt, Jón Lárus, Finnur og Freyja fóru í Lazer Tag (veit ekki hvers vegna það heitir ekki laser heldur lazer) en við Fífa gerðum ekkert nema vakta grillið og fá okkur borgara þegar þeir voru til.
Fífa keyrði bæði uppeftir og heim. Nú bara afslöppun og já, snemma í bólið held ég bara. Gersamlega að leka niður.
Svona „aðgerðaleysi“ getur verið svo óskaplega slítandi.