við borgum ekki!

eða hvað?

Þeir sem tala fyrir því að við eigum alls ekki að borga þessa árans IceSavepeninga þurfa að svara nokkrum spurningum.

Það er nokkuð vitað og víst að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við það. Hvað vill fólk þá gera?

Einangra landið og stunda sjálfsþurftarbúskap?

Ef svo, hvað lengi? Þar til útlendingar hætta að vera reiðir við okkur? Hvenær verður það? Einhvern tímann?

Hvað verður ÞÁ mikill fólksflótti? Við eigum ekki einu sinni kartöflur í ár, uppskeran brást. Hvað verður margt ungt fólk hér eftir ef við segjum við það: Nei því miður, engin epli eða appelsínur framar, hvað þá eitthvað exótískara. Engir nýir símar, netið mun hrynja því við munum ekki geta fengið varahluti, sama með samgöngur. Hellingur í viðbót. Hvað verða margir eftir? Allavega ekki ég.

Svo er hitt svarið: Semja betur.

Fyrir utan það að við hlið Svavars Gestssonar (hvort sem fólk hefur mikla eða litla trú á honum) VORU færir lögfræðingar og þrælvanir samningamenn, þá held ég að það sé nánast alveg sama hvað við finnum og getum borgað fært fólk, Bretar og Hollendingar hafa alltaf efni á stærri hópi og dýrari fræðingum. Burtséð frá því að það var jú búið að leggja drög að talsvert verri samningi í tíð stjórnar flokka þeirra sem hæst hrópa núna um vonlausan samning.

Nei, ég held að við ættum að sætta okkur við þennan (ef hann verður þá á annað borð samþykktur úti með fyrirvörunum), sjáum til hvað mikið fæst upp í skuldir, vonandi sem mest. Ef ekki, já þá kemur fólksflóttinn þá en ekki núna. Er það verra?

Svo fólk haldi nú ekki að ég sé ógurlega glöð með þetta þá er langt frá því. Held bara að þetta sé illskásti kosturinn í stöðunni.

13 Responses to “við borgum ekki!”


 1. 1 Hörður 2009-08-28 kl. 17:45

  Við áttum val um tvo vonda kosti.

 2. 2 hildigunnur 2009-08-28 kl. 17:49

  Jamm. Ég held að þessi sé heldur skárri en hinn.

 3. 3 Þóra Marteins 2009-08-28 kl. 17:58

  Held það sé enginn ánægður með að þurfa að samþykkja þetta því miður en gott að þetta er samt loksins komið á hreint.

  p.s. Hvenær ætlið þið að hittast og raða í hópa?

 4. 5 Gutti 2009-08-28 kl. 19:05

  Við borgum ekki með því að flytja einfaldlega af landi brott
  og greiðum þannig skatta okkar annarsstaðar.

 5. 6 hildigunnur 2009-08-28 kl. 20:11

  Gutti, já, en er það það sem við viljum að gerist?

 6. 7 hildigunnur 2009-08-29 kl. 00:00

  já, Þóra, miðvikudagsmorguninn…

 7. 8 Jón Lárus 2009-08-29 kl. 00:03

  Þetta segir allt sem segja þarf. Þeir sem komu okkur í þessa stöðu hafa ekki, eðlilega, getað bent á neina aðra möguleika. Þeir eru heldur ekki til. Hver vill fara aftur í torfkofana? Það er hinn möguleikinn.

 8. 9 Meinhornid 2009-08-29 kl. 09:29

  Það skiptir ekki máli hvort verið sé að rukka rétta fólkið, ekki þegar tjallinn og mýrarþýzkarinn eru búnir að ákveða að íslenskir skattgreiðendur séu ábyrgir. Might makes right. Þetta verður hægur dauði á hvorn veginn sem þetta hefði farið.

  Verst að hinir raunverulegu gerendur munu halda áfram að lifa sínu lúxuslífi í mjúkum faðmi Lundúna um alla fyrirsjáanlega framtíð. Það virðist jú ekkert liggja á að draga þá til ábyrgðar…

 9. 10 hildigunnur 2009-08-29 kl. 09:38

  Meinhorn akkúrat – við fyrri málsgreininni. Með hitt, nei það er verið að vinna á fullu í að draga pakkið til ábyrgðar, það er ekki einfalt mál og tekur sinn tíma, byrjaði með Tchenguiz um daginn, hinir koma…

 10. 11 Gústaf Hannibal 2009-08-30 kl. 16:15

  Það er nú samt þannig að „útlendingar“ tala sjaldnast einum rómi. Það að segja að „útlendingar“ verði reiðir við okkur þýðir í raun og veru ekki neitt.
  Sannleikurinn hlýtur að vera sá að fyrirtæki sem sjá hag sinn í því að versla við Ísland munu gera það hvað sem öðru líður.
  Íslendingar verða að læra það að orðið „útlendingur“ þýðir í raun og veru „allir í heiminum“…mínus 320 þúsund.

 11. 12 hildigunnur 2009-08-30 kl. 18:27

  Gústaf Hannibal, já reyndar – en að hafa Evrópusambandið á móti sér (og það mun það verða, Bretar og Hollendingar hafa nógu mikið clout þar inni til að ráða því) og setur okkur í viðskiptabann, erum við búin að missa ansi hreint stóran hluta af mörkuðum okkar. Það er ekkert einfalt að búa sér til nýja.

 12. 13 Árný 2009-08-31 kl. 18:30

  Ég er algjörlega sammála þér Hildigunnur – þetta er vont, en samt það skásta.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.038 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: