Sarpur fyrir 24. ágúst, 2009

bónusar, já

þetta Ted talk ætti að vera skyldugláp í öllum stjórnum stórfyrirtækja, öllum viðskiptaháskólum og víðar. Jáen, jáen, ef fólki er ekki borgað almennilega…

Alfie Kahn hefur skrifað tvær bækur um sama efni, Punished by Rewards og No Contest. Ekkert hlustað á hann. Hlusta núna, takk!

fjúkk!

Finnur var með frábæran kennara í fyrra og hitteðfyrra í skólanum. Einn besta kennara sem mín börn hafa haft. Hún er ekki útskrifuð úr kennaranáminu þannig að skólastjóra var settur stóll fyrir dyrnar með að ráða hana áfram, núna eru eingöngu kennarar með full réttindi að kenna í grunnskólum Reykjavíkur (amk. þar sem slíkir fást til starfa). Hroðalega súrt.

Ég var dauðhrædd um að hann fengi ákveðinn kennara sem Freyja hafði einu sinni – en hann er sloppinn. Vonandi er nýi kennarinn hans góður, þó ég geti ekki ímyndað mér að hún eigi séns í Drífu, hennar verður sárt saknað.

Bannsett skriffinnska!


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa