Sarpur fyrir 23. ágúst, 2009

ótrúlegur gutti!

þessi hér:

(æh, embedding bannað, þurfið að ýta aftur á myndina. Vel þess virði, samt)

gærdagurinn

var gersamlega frábær, eins og svo sem kom fram hér í gær. Toppurinn litlasystir og kompaní í troðfullri Dómkirkju (fullt af fólki þurfti að standa). Auðvitað hellingur og glás af atburðum sem maður missti af, en ósköp lítið hægt að gera í því.


(mynd fundin hjá Matta)

Ég skil ómögulega liðið sem þarf alltaf endilega að röfla yfir deginum og vera voða stolt af því að halda sig sem lengst í burtu. En það er svo sannarlega þeirra tap. Ég er þess fullviss að jafnvel hörðustu sjálfskipaðir menningarhatarar hefðu fundið eitthvað við sitt hæfi í gær. Það er líka orðið svo mikið af atburðum að það er ekkert eins og fyrstu árin, þar sem maður gekk á milli staða en komst hvergi inn fyrir troðningi.

Nóttin – það er svo aftur allt annað mál. Unglingurinn vildi endilega fara út – mér var eiginlega ekki alveg sama, en svo var þetta nú allt í fína, var bara með vinkonu sinni að þvælast.

Í dag hins vegar mestanpartinn afslöppun, ein sorpuferð og svo fórum við Freyja í Kringluna til að fá 3G kort fyrir nýju símana okkar. Bóndinn var hins vegar í sjálfspíningarham og hjólaði kring um Reykjavík í rokinu…


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa