upprunalegur litur

Ég er alltaf að bíða eftir því að húsið okkar komi í svona grein um vel uppgerð gömul hús í borginni. 97 ára er það í ár, eitthvað verðum við að gera til að halda upp á afmælið eftir 3 ár.

Hins vegar hugsa ég að arkitektinn sem var talað við í Fréttó í dag yrði ekki sáttur við litinn – hann er nefnilega ekki sá sem húsið var upprunalega í.

Hvað er eiginlega með það að hús eigi endilega að vera akkúrat í litnum sem þau voru máluð þegar þau voru reist (eða þeas. þegar þau voru máluð í fyrsta skipti, þegar járnið var orðið veðrað, í tilfelli járnklæddra timburhúsa)? Má ekki hafa tilbreytingu á hlutunum?

Við höfum reyndar ekki hugmynd um hvernig húsið var á litinn upprunalega – ég efast samt um að það hafi verið eins og í dag.

Auglýsingar

13 Responses to “upprunalegur litur”


 1. 1 hke 2009-08-22 kl. 16:26

  Þetta er amk. mjög flott svona.

 2. 2 Karen 2009-08-22 kl. 16:46

  Fallegt hús í fallegum litum!

 3. 3 Bryndís Baldvinsd. 2009-08-22 kl. 18:50

  Þetta er mjög fallegt hús og ég er alltaf veik fyrir græna litnum 🙂

 4. 4 hildigunnur 2009-08-22 kl. 18:55

  takk takk mínar kæru 😀

 5. 5 Svanfríður 2009-08-22 kl. 21:26

  Mér finnst þetta gullfallegt hús,segi og skrifað.

 6. 6 vinur 2009-08-22 kl. 23:51

  Þetta er fallegt hús með sál. Kv. Gulla Hestnes

 7. 7 Fríða 2009-08-23 kl. 13:02

  Ég tek undir með öllum hinum, þetta er afskaplega fallegt hús. Og það sést langar leiðir að það er vel hugsað um það. Synd að myndir í gamla daga voru bara svarthvítar, hugsanlega mætti einhversstaðar finna mynd. Hafið þið séð gamlar myndir af húsinu? Já, og hvernig ætti umtalaður arkitekt að vita hvort þetta er upprunalegur litur ef enginn veit hver upprunalegi liturinn var?

 8. 8 ella 2009-08-23 kl. 13:29

  Ég labbaði götuna þína einhvern tíma í sumar en minnti að húsið væri blátt en ekki grátt. Þar af leiðandi fann ég það ekki 😦

 9. 9 hildigunnur 2009-08-23 kl. 14:01

  Ella, grátt? rjómagult og grænt 😛

  Fríða, já kannski er hægt að finna myndir eða eitthvað um þetta einhvers staðar.

 10. 10 Jana 2009-08-23 kl. 15:50

  Upprunalegur litur eða ekki, húsið er bara gullfallegt!

 11. 11 hildigunnur 2009-08-23 kl. 19:15

  takk takk, aftur 🙂

 12. 12 ella 2009-08-23 kl. 21:53

  Ég biðst ámátlegrar afsökunar, rjómagult meinti ég. (Á myndinni virðist það nú samt vera grátt)

 13. 13 hildigunnur 2009-08-23 kl. 23:05

  Ella hvernig tölvu ertu með (eða kannski frekar, hvernig skjá? 😉 ) En já, liturinn sést best á myndinni þar sem sólin nær að skína á það. Samt greinilega rjómagult á mínum Makkaskjá…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: