Sarpur fyrir 22. ágúst, 2009

menningin

Keyptur nýr sími, check
nýir sálmar, check
Gradualekórinn, check
Áskirkjukórinn, check
Retro Stefson, check
Selurinn, check
Orb sýning, check
Hamborgari og bjór í bænum, neibb
Michael Jackson dansar, check
Húsaskrá Reykjavíkur, check
Fljótandi heliuminnsetning, check
Söngtónleikar í Dómkirkjunni, check
Flugeldasýning, check (sáum af varinhellunni heima – nenntum ekki út aftur)

Akkúrat núna, rauðvínsglas í rólegheitunum heima.

Góður dagur

upprunalegur litur

Ég er alltaf að bíða eftir því að húsið okkar komi í svona grein um vel uppgerð gömul hús í borginni. 97 ára er það í ár, eitthvað verðum við að gera til að halda upp á afmælið eftir 3 ár.

Hins vegar hugsa ég að arkitektinn sem var talað við í Fréttó í dag yrði ekki sáttur við litinn – hann er nefnilega ekki sá sem húsið var upprunalega í.

Hvað er eiginlega með það að hús eigi endilega að vera akkúrat í litnum sem þau voru máluð þegar þau voru reist (eða þeas. þegar þau voru máluð í fyrsta skipti, þegar járnið var orðið veðrað, í tilfelli járnklæddra timburhúsa)? Má ekki hafa tilbreytingu á hlutunum?

Við höfum reyndar ekki hugmynd um hvernig húsið var á litinn upprunalega – ég efast samt um að það hafi verið eins og í dag.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa