nokkuð gott

eina sem ég þurfti að kaupa fyrir Fífu og Freyju fyrir skólann var eitt stykki gráðubogi, ein stílabók og eitt strokleður. Öðruvísi mér áður brá – innkaupin hafa stundum farið upp undir 20 þúsund (reyndar þá með nýjum reiknivélum).

Skólinn sér um innkaupin fyrir Finn, bekkjarsjóður rukkar 3000 krónur og þaðan kemur allt sem hann þarf, nema náttúrlega skólataska (notar sína áfram) og íþróttaföt. Ekki sem verst.

Hins vegar er ég skelkuð í sambandi við kennarann hans, nafnið sem var skrifað undir orðsendinguna til okkar vekur ekki góðar minningar. Reyndar eru tveir kennarar með þessu nafni í skólanum – vona sannarlega að þetta sé hinn…

5 Responses to “nokkuð gott”


 1. 1 Veiga 2009-08-20 kl. 09:36

  Það þykir mér mjög vel sloppið. Þurfti virkilega ekki að kaupa neinar skólabækur fyrir menntaskólanemann?

 2. 2 baun 2009-08-20 kl. 17:24

  segi líka ha? engar skólabækur fyrir menntaskólanema? minn menntaskólanemi þarf rándýrar bækur á hverju ári.

 3. 3 hildigunnur 2009-08-20 kl. 21:21

  neibb, vitið þið, hún á slatta af skiptibókum og svo eru vinirnir ógurlega duglegir að lána hver öðrum – hún keypti sér reyndar Njálu, notaða, sjálf, en er svo að slá þeim áfanga á frest. Hinar fær hún að láni. Ekki sem verst.

 4. 4 vælan 2009-08-20 kl. 21:42

  kaupir barnið Njálu?? það hljóta að vera til allavega þrjár í fjölskyldunni 😛 Veit að það er ein svona skólabókaútgáfa til á Sunnuflötinni..

 5. 5 hildigunnur 2009-08-20 kl. 22:31

  haha, úpps 😀 Jæja, hún selur hana bara aftur.

  Hún hefði reyndar getað fengið útgáfuna hans afa síns – en þá hefði ekki komist neitt annað fyrir í skólatöskunni hennar…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,947 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: