lerki

fengum snilldarsendingu frá Egilsstöðum, hann Þorbjörn bróðir minn kom færandi hendi með sveppi sem hann og Helga mágkona höfðu tínt handa okkur, nóg af þeim fyrir austan núna (mig laaaangar að skjótast austur…) Takk takk fyrir okkur!

Í gærkvöldi sátum við og hreinsuðum og gerðum að:


Kassinn nær fullur


Finnur duglegur


Á pönnunni


og Jón Lárus lætur ekki sitt eftir liggja.

25 múffuform af frosnum steiktum lerkisveppum, ekki sem verst. Spurning samt um að kíkja eftir furusveppum líka?

8 Responses to “lerki”


 1. 1 ella 2009-08-17 kl. 08:43

  Nammi namm. Sá einmitt svo marga í gærkvöldi.

 2. 2 Harpa J 2009-08-17 kl. 10:28

  Vá! Þetta er alveg hellingur!

 3. 3 ella 2009-08-17 kl. 12:37

  Hvernig steikirðu? Pannan virðist nánast þurr. Ég var að lesa í sveppabók að sveppir geymist lengur ef þeir eru frystir hráir heldur en ef búið er að steikja þá vegna þess að fitan þráni á einhverjum mánuðum? Ég hef alltaf talið að ætti að steikja fyrir frystingu. Er staðráðin í að fara að gera eitthvað í þessu.

 4. 4 hildigunnur 2009-08-17 kl. 12:46

  ég steiki á þurri pönnu, alls engin feiti bara. Þetta er bráðsniðugt og hefur heldur betur sparað manni sveppakaup síðustu ár – fyrir nú utan að vera ansi hreint bragðgott. Við náðum akkúrat að klára síðasta formið síðan í fyrra, núna í júlí.

 5. 5 ella 2009-08-17 kl. 12:50

  Ekkert krydd? Ég hef heyrt sítrónupipar?

 6. 6 hildigunnur 2009-08-17 kl. 13:22

  Jamm, það getur vel verið að það sé gott en ég set bara hreinlega ekkert nema sveppina á pönnuna – ég nota þetta í svo margt að ég vil bara hafa sveppabragð. Sítrónupiparinn getur síðan komið í réttinn þegar maður eldar hann 🙂 (veit til dæmis ekki hvort ég myndi fíla sítrónupipar á pizzuna…)

 7. 7 vinur 2009-08-17 kl. 18:10

  Ég geri nákvæmlega eins og þú Hildigunnur, og það klikkar ekki. Þoorbjöörn! Kærust í bæinn Gulla Hestnes


 1. 1 Svo geymdum við « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2009-08-17 kl. 22:14

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: