Sarpur fyrir 16. ágúst, 2009

lerki

fengum snilldarsendingu frá Egilsstöðum, hann Þorbjörn bróðir minn kom færandi hendi með sveppi sem hann og Helga mágkona höfðu tínt handa okkur, nóg af þeim fyrir austan núna (mig laaaangar að skjótast austur…) Takk takk fyrir okkur!

Í gærkvöldi sátum við og hreinsuðum og gerðum að:


Kassinn nær fullur


Finnur duglegur


Á pönnunni


og Jón Lárus lætur ekki sitt eftir liggja.

25 múffuform af frosnum steiktum lerkisveppum, ekki sem verst. Spurning samt um að kíkja eftir furusveppum líka?

jæja

best að nýta restina af fríinu í rólegheit. Þvílík músíkveisla búin í Kópavogi, hugsa við sleppum lokatónleikunum í kvöld, nú langar mann bara að vera heima. Búið að boða kennarafund og vinnudaga í Hafnarfirði í vikunni (arrgh), LHÍ byrjar fljótlega líka en ég byrja ekki mína kennslu fyrr en um mánaðamót, Suzuki byrjar upp úr mánaðamótum líka.

Maður röflar núna en svo er eiginlega alltaf bara gaman að byrja að kenna.

Líst vel á bekkina í LHÍ, ekki jafn svakalega stórir og í fyrra. Hvernig stendur reyndar eiginlega á því? Ég man ekki eftir því að það hafi verið svo margir sem ég sleppti við tónheyrn 1 í stöðuprófunum. Hmmm?

En ég kvarta annars ekki yfir því að hafa bara 8 í bekk í stað 12 í fyrra, það voru allt of margir. Þessir fá bara betri kennslu. Á móti gætum við þurft að troða ansi vel í bekkina í Suzuki og mögulega Hafnarfirði. Vonandi ekki þar samt, bekkirnir mínir þar voru of fjölmennir. (tónfræðabekkirnir þeas. tónheyrnarbekkirnir voru fínir).

En semsagt, frí fram á miðvikudag. Gott mál. Semja? ha? þarf það?


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa