já, maður er spenntur og skelkaður í dag. Hvernig fer þetta allt saman? Ég fæ mig ekki til að mæta niður í bæ á eftir, held nefnilega að við þurfum að samþykkja og borga, eftir því sem ég hef sett mig inn í málið.
Hræddust er ég við að stjórnin falli og við fáum liðið í D í stjórn, þau langar ekki í neitt meira en það, geta falið þræðina og forðað einkavinunum.
Plís, ekki það. Þjóðin má ekki við því.
Æ, þetta er skítamál á alla kanta.
Ömurlegt að horfa upp á þá sem mesta ábyrgð bera á þessu æla upp úr sér lýðskruminu um að semja aftur. Samningsstaða okkar, þökk sé þeim, er engin.
Ég sé bara engan raunhæfan kost í stöðunni annan en að samþykkja þennan samning.
Akkúrat – sama hvað maður er auðvitað hundfúll yfir því!