svakaleg rigning

Fífa lenti í lífsreynslu áðan, við vorum að keyra austur fyrir fjall í sveppamó (já, það var rigning í bænum, nei það var ekki rigning fyrir austan), pabbi hafði fundið einhvern spennandi sveppastað í skógrækt á leiðinni til Þorlákshafnar.

Létum unglinginn náttúrlega keyra, um að gera að keyra sem mest í þessum æfingarakstri. Í Þrengslunum lentum við í þeirri mestu skúr sem ég hef á ævi minni séð. Ofan á það er vegurinn þar skelfilegur, nýtt bundið slitlag sem hefur klikkað illilega, vegurinn er allur vaðandi í stórum og ljótum holum.

Þokkalegur æfingarakstur.

Fundum svo enga sveppi en slatta af fínum krækiberjum, bláber voru líka en voða smá.

Auglýsingar

2 Responses to “svakaleg rigning”


  1. 1 Harpa J 2009-08-10 kl. 09:51

    Mmm – bláber…
    Æfingaakstur já. Mér finnst ég nýbúin með þann pakka – og svo bíður mín önnur umferð eftir ár!

  2. 2 hildigunnur 2009-08-10 kl. 10:32

    hehe, já, við erum komin yfir það versta, hún er bara orðin ansi örugg, og það eru tæp fjögur ár í næsta…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 366,078 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: