velti fyrir mér

hvernig í ósköpunum ég muni koma rifsberjahlaupskrukkunum mínum (með sultunni sem ég á eftir að gera) fyrir í ísskápnum. Inn í hann eru nú komnar 10 stórar rabarbarasultukrukkur. Svona tvöfalt magn á við það sem ég hef gert áður.

Velti einnig fyrir mér hvernig við eigum að koma allri þessari sultu í lóg. Baka pönnukökur, hafa lambalæri og kótilettur og kjötbollur og svo framvegis.

En rifsberjahlaup skal nú samt gert líka.

Og svo þarf að fara að kíkja í sveppamó og berjamó.

Mig vantar greinilega aukaísskáp. Mamma og pabbi, er pláss í ykkar? (borgað í sultu…)

9 Responses to “velti fyrir mér”


 1. 1 JReykdal 2009-08-6 kl. 00:20

  Sultu þarf ekki að geyma í ísskáp.

 2. 2 hildigunnur 2009-08-6 kl. 00:31

  Tja jú, ef maður troðfyllir hana ekki af rotvarnarefnum, þori ekki annað.

 3. 3 parisardaman 2009-08-6 kl. 06:17

  Tek undir með þeim á fasbókinni, ef það er sykur og krukkurnar eru sótthreinsaðar, held ég ekki að það þurfi ísskáp.

 4. 4 HT 2009-08-6 kl. 08:17

  Hefðbundin sulta með sykri og pektíni þarf ekkert að vera í ísskáp.
  Það eru sönnunargögn í tugavís heima! Þrífa og sótthreinsa krukkurnar og lokin fyrri notkun og þá er þetta allt í fína.

 5. 5 Finnbogi 2009-08-6 kl. 08:25

  Sammála, sykurinn dugir til að rotverja sultuna. Ég geymi alla mína sultu í eldhússkápnum og síðasti árgangur er enn í góðu lagi.

 6. 6 hildigunnur 2009-08-6 kl. 09:15

  Svo er nú hvort ég sótthreinsaði nægilega vel…

 7. 7 parisardaman 2009-08-6 kl. 17:11

  Og ef það myndast mygla ofan á, er nóg að skafa hana af fyrir inntöku.
  Eruð þið ekki með kalda geymslu í fína húsinu ykkar?

 8. 8 hildigunnur 2009-08-6 kl. 18:43

  jú, geymslan er alveg allt í lagi, smá raki í henni en ef krukkurnar eru almennilega lokaðar á það ekki að saka. Hlýt að trúa svona mörgum…

 9. 9 vinur 2009-08-7 kl. 00:02

  Ég á hér um bil ársbirgðir úti í skúr sem eru í góðu lagi. Bara þetta venjulega, góður þvottur á krukkum og loka áður en sultan er orðin köld. Kærust í kotið. Gulla Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: