hvernig í ósköpunum ég muni koma rifsberjahlaupskrukkunum mínum (með sultunni sem ég á eftir að gera) fyrir í ísskápnum. Inn í hann eru nú komnar 10 stórar rabarbarasultukrukkur. Svona tvöfalt magn á við það sem ég hef gert áður.
Velti einnig fyrir mér hvernig við eigum að koma allri þessari sultu í lóg. Baka pönnukökur, hafa lambalæri og kótilettur og kjötbollur og svo framvegis.
En rifsberjahlaup skal nú samt gert líka.
Og svo þarf að fara að kíkja í sveppamó og berjamó.
Mig vantar greinilega aukaísskáp. Mamma og pabbi, er pláss í ykkar? (borgað í sultu…)
Sultu þarf ekki að geyma í ísskáp.
Tja jú, ef maður troðfyllir hana ekki af rotvarnarefnum, þori ekki annað.
Tek undir með þeim á fasbókinni, ef það er sykur og krukkurnar eru sótthreinsaðar, held ég ekki að það þurfi ísskáp.
Hefðbundin sulta með sykri og pektíni þarf ekkert að vera í ísskáp.
Það eru sönnunargögn í tugavís heima! Þrífa og sótthreinsa krukkurnar og lokin fyrri notkun og þá er þetta allt í fína.
Sammála, sykurinn dugir til að rotverja sultuna. Ég geymi alla mína sultu í eldhússkápnum og síðasti árgangur er enn í góðu lagi.
Svo er nú hvort ég sótthreinsaði nægilega vel…
Og ef það myndast mygla ofan á, er nóg að skafa hana af fyrir inntöku.
Eruð þið ekki með kalda geymslu í fína húsinu ykkar?
jú, geymslan er alveg allt í lagi, smá raki í henni en ef krukkurnar eru almennilega lokaðar á það ekki að saka. Hlýt að trúa svona mörgum…
Ég á hér um bil ársbirgðir úti í skúr sem eru í góðu lagi. Bara þetta venjulega, góður þvottur á krukkum og loka áður en sultan er orðin köld. Kærust í kotið. Gulla Hestnes