200 ára – tónleikar í Salnum í kvöld, meðal annars fluttur strengjaoktettinn, snilldarstykki. Mæli með þessu!
Sarpur fyrir 6. ágúst, 2009
hvernig í ósköpunum ég muni koma rifsberjahlaupskrukkunum mínum (með sultunni sem ég á eftir að gera) fyrir í ísskápnum. Inn í hann eru nú komnar 10 stórar rabarbarasultukrukkur. Svona tvöfalt magn á við það sem ég hef gert áður.
Velti einnig fyrir mér hvernig við eigum að koma allri þessari sultu í lóg. Baka pönnukökur, hafa lambalæri og kótilettur og kjötbollur og svo framvegis.
En rifsberjahlaup skal nú samt gert líka.
Og svo þarf að fara að kíkja í sveppamó og berjamó.
Mig vantar greinilega aukaísskáp. Mamma og pabbi, er pláss í ykkar? (borgað í sultu…)
Nýlegar athugasemdir