Sarpur fyrir 3. ágúst, 2009

heim enn og aftur

nú fer þetta að verða ágætt af ferðalögum í bili!

En gaman var nú uppi í Skálholti í þetta skiptið líka, elsku hjartans Tékkarnir mínir að spila, og meðal annars verkið mitt sem þau pöntuðu og frumfluttu í fyrra.

Nú eru þau á leiðinni í mat hjá okkur – vona þau hafi ekki villst farandi Grafninginn og Hengilssvæðið (lögðum ekki í venjulegu leiðina út af hættu á brjálaðri umferð), vorum rúman klukkutíma þessa leið áðan þrátt fyrir vondan veg á smá kafla.

Hefði alveg haft tíma til að athuga með berjasprettu á leynistaðnum okkar í Grafningnum en við drifum okkur nú samt bara heim. Reyndar lítil hætta á vondri sprettu, nema ef vera skyldi fyrir of þurrt sumar.

Er það annars ekki gersamlega dæmigert að maður röflar yfir vondu veðri megnið af árinu en svo þegar koma svona dagar stynur maður yfir of miklum hita…


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa