mávurinn hennar mömmu

hún móðir mín blessunin lenti í skrítnu atviki núna fyrir helgi. Hafði boðið systur sinni í heimsókn, þær sátu úti á palli með kaffibolla og nokkrar kleinur.

Nema hvað, tölva systurinnar er í einhverju hakki þannig að hún fékk að skjótast á netið inni í mömmu vél.

Meðan hún situr inni við tölvuna, kemur stærðarinnar mávur og sest á handriðið á pallinum (þetta er þakið á bílskúrnum og alveg þokkalega stór pallur). Byrjar að garga þessi ósköp. Mamma furðar sig á þessu góða stund en mávurinn hættir ekkert að garga. Mamma stendur upp og fer inn, til að kalla á systur sína og sýna henni þennan furðufugl.

Nema hvað, auðvitað var það akkúrat það sem mávurinn vildi.

Þegar þær komu aftur út í dyr, var máfsi búinn að krækja sér í báðar kleinurnar sem eftir var og sat hæstánægður svolítið frá og maulaði kleinur.

Auglýsingar

4 Responses to “mávurinn hennar mömmu”


 1. 1 Jón Lárus 2009-08-1 kl. 18:00

  Um að gera að kunna að bjarga sér!

 2. 2 hildigunnur 2009-08-1 kl. 18:00

  þetta er reyndar ekki alveg eins gróft og mávurinn í Finnlandi sem rændi vin minn rækjusamlokunni – úr hendinni á honum þar sem hann var við það að lyfta henni upp og bíta í hana…

 3. 3 Kristín Á 2009-08-1 kl. 18:58

  Þetta minnir mig nú bara á apana á Gíbraltar.

 4. 4 Svanfríður 2009-08-3 kl. 00:16

  Stúlka ein frá Höfn var að grilla á svölunum heima hjá sér í RVK núna um daginn.Áður en hún gat spornað við þá hafði mávur einn tekið sig til og rænt sneiðinni sem hún var að grilla. Kannski var þetta sá sami:)?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,062 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: