Sarpur fyrir 1. ágúst, 2009

mávurinn hennar mömmu

hún móðir mín blessunin lenti í skrítnu atviki núna fyrir helgi. Hafði boðið systur sinni í heimsókn, þær sátu úti á palli með kaffibolla og nokkrar kleinur.

Nema hvað, tölva systurinnar er í einhverju hakki þannig að hún fékk að skjótast á netið inni í mömmu vél.

Meðan hún situr inni við tölvuna, kemur stærðarinnar mávur og sest á handriðið á pallinum (þetta er þakið á bílskúrnum og alveg þokkalega stór pallur). Byrjar að garga þessi ósköp. Mamma furðar sig á þessu góða stund en mávurinn hættir ekkert að garga. Mamma stendur upp og fer inn, til að kalla á systur sína og sýna henni þennan furðufugl.

Nema hvað, auðvitað var það akkúrat það sem mávurinn vildi.

Þegar þær komu aftur út í dyr, var máfsi búinn að krækja sér í báðar kleinurnar sem eftir var og sat hæstánægður svolítið frá og maulaði kleinur.

magnað bréf

sem Jón Lárus lýsir, hér. Skoðið endilega…


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa