skuldahalar

okkur ofbauð magnið af fellihýsum, tjaldvögnum, hjólhýsum og húsbílum sem við mættum í gær. Byrjuðum að telja undir Hafnarfjalli og það voru heilir 60 slíkir skuldahalar sem við náðum að telja á leið í bæinn. Hafa örugglega farið langt yfir hundraðið alla leiðina þó þéttleikinn hafi væntanlega verið mestur þarna (ég er ekki einu sinni alveg viss um það, alveg frá Bröttubrekku var mjög mikil umferð og reyndar slatti alla leiðina). Hvernig ætli þetta hafi litið út í dag þá úr því það var svona mikið í gær, fimmtudaginn fyrir helgina?

Auglýsingar

5 Responses to “skuldahalar”


 1. 1 hakonjohannesson 2009-07-31 kl. 20:19

  Það er nú dágóður sparnaður í því að ferðast með sinn eigin næturstað, svo þetta er mikil fyrirhyggja að fjárfesta í slíku- jafnvel þó halinn dragist með…

 2. 2 hildigunnur 2009-07-31 kl. 20:35

  Hákon, það er auðvitað rétt, enda er hneykslunin nú mest í nösunum á okkur. Fer líka pínulítið eftir hvað þetta er stórt og dýrt – enda fær maður ansi hreint margar nætur í til dæmis svefnpokaplássi fyrir suma þessa hala og þá ekki síður jeppana sem þarf til að draga þá.

 3. 3 Ibba Sig. 2009-07-31 kl. 21:49

  Þetta eru geggjaðar græjur, ótrúlega gaman að ferðast með svona þægilegan næturstað með sér. Við fjölskyldan þurfum að sofa innan við 30 nætur í okkar áður en hann er búinn að borga sig miðað við verðið á svefnpokaplássum. Held við séum að ná því núna annað árið sem við eigum hann. Tek samt fram að hann var keyptur á góðu verði, enda notaður, og staðgreiddur. Mæli með þessu!

 4. 4 hildigunnur 2009-07-31 kl. 21:54

  Ibba, jamm og væntanlega hafið þið ekki þurft að kaupa glænýjan Reinsróver jeppa til að draga græjuna heldur…

 5. 5 Fríða 2009-08-1 kl. 19:46

  30 nætur, líklega fyrir fjóra eða fimm, ég verð nú seint komin upp í þann náttafjölda heiman frá, á Íslandi, að sumri til. 30 ár kannski? Nei, það er sama hvernig ég reikna þetta dæmi, mikið þyrfti ég að breyta mínum útilegusiðum til að þetta næði að borga sig áður en ég hrekk upp af.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
« Jún   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: