fríið

á Vestfjörðum (og þar með netfríið) búið í bili.

Vorum í Dýrafirðinum okkar elskulega, einn ganginn enn, hlakka til að hlaða inn myndunum 300 sem við tókum.

Systirin og mágur voru með okkur stóran hluta tímans, þau hafa æðiber í rassi og drógu okkur í alls konar ferðir og aktívítet sem við hefðum örugglega ekki nennt, svo sem ferð á Ingjaldssand (samkvæmt Páli Ásgeiri er sá staður skilgreiningin á orðinu afskekkt – ég held að þarna hafi einhvern tímann staðið bærinn Afskekta og þaðan komi orðið), yfir Hrafnseyrarheiðina að „óþörfu“ til að skoða Dynjandi (jájájá!) almennilega, kajakróður í botni Önundarfjarðar og fleira. Hrikalega skemmtilegt.

Fréttablaðið var ekki upp að drífa á svæðinu, kemur víst með höppum og glöppum í Bónus á Ísafirði en við sáum það aldrei, keyptum Moggann þrisvar eða fjórum sinnum og þessi tilraunaáskrift gerir það sannarlega ekki að verkum að ég flýti mér að gerast áskrifandi. Tókst varla að kveikja upp í arninum með sneplinum og meira að segja sudokurnar voru fáránlegar, gersamlega ekkert að marka skilgreininguna á hvað er létt og hvað er erfitt.

Það var nú samt í danska kellingablaðinu mínu sem gallaða sudokan var birt, reyndi þrisvar við hana og alltaf kom vitleysa, get ekki kennt mogga um það.

Allavega, gott að vera í fríi en alltaf best að koma heim. Verst að vera ekki heima nema tæpa tvo sólarhringa áður en ég þarf að þeytast upp í Skálholt og vera fram á mánudag…

4 Responses to “fríið”


  1. 1 Sagnfræðinemi 2009-07-30 kl. 22:19

    Pscht. Nútímakjánar með sitt hefðbundna skilningsleysi. Ingjaldssandur var ekki afskekktur. Hvort haldið þið að hafi alla jafna verið minna mál – að þvælast á hestum eftir landi, eða skutlast á báti yfir hafið?

    Og merkilegt nokk, þá er beygingin á Dynjandi önnur en flestir halda, samanber örnefnin Dynjandisheiði og Dynjandisvogur. (Rétt væri „skoða Dynjandi almennilega“.)

    Vestfirzkur sagnfræðinemi.

  2. 2 hildigunnur 2009-07-30 kl. 22:35

    Sagnfræðinemi, jújú, en núna er ekki haldið uppi bátsferðum til Ingjaldssands reglulega, er það? reyndar vorum við að pæla í því einmitt með veturna, hvort væri rutt, reyndar eru stikur meðfram veginum sem bendir til þess að það sé rutt þarna af og til, allavega.

    Dynjandaiaiaiai beygingin skrifast á þreytu undirritaðrar í augnablikinu… 😉

  3. 3 Jón H 2009-08-3 kl. 21:02

    Takk aftur fyrir að hafa okkur amfetamínsterana í gistingu!

  4. 4 hildigunnur 2009-08-3 kl. 22:43

    tíhí, bara snilld að hafa ykkur, alls konar hlutir sem við ætlum alltaf að fara að gerast bara verða að veruleika 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: