Sarpur fyrir 16. júlí, 2009

Hvíld

Lygnt geymir vatnið
leið mína yfir fjallið,
felur hana rökkri
og ró í nótt.

Vær geymir svefninn
söknuð minn í lautu,
með degi rís hann aftur
úr djúpsins ró.

(Snorri Hjartarson, 1966)

Í kvöld flytur Hljómeyki lag Huga Guðmundssonar við þetta fallega ljóð Snorra Hjartarsonar, til minningar um Halldór Vilhelmsson.

Einnig flytjum við verkið Rauðan hring, eftir Þuríði Jónsdóttur og glænýtt verk eftir Atla Ingólfsson sem heitir ekki Uppstilling kórs (það er það sem stendur framan á nótunum mínum en ég man ekki titilinn í augnablikinu)

Mæli með tónleikunum, snilldar veður í Skálholti, bara drífið ykkur af stað. Klukkan átta…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa