hljóðmengun

hvernig stendur á því að fólki finnst sjálfsagt að koma með græjur út í garð og stilla uppáhaldsmúsíkina sína á fullt blast, þegar það fer út í sólbað? Fórum í Skipasund áðan að sækja okkur sumarblóm, þar sat gaur í næsta garði með eitthvað leiðinda rokk á fullu, samkvæmt húsráðendum hafði þetta verið allan daginn í gær og aftur í dag. Svo heim, sátum úti á palli svolitla stund, einhver í nágrenninu blastaði kántrísöngkonu, reyndar ekki alveg eins hátt og í Skipasundinu en nógu hátt samt.

Frekar pirrandi og tillitslaust, ekki nokkur ástæða til að hafa músíkina hærri en svo að maður sjálfur njóti hennar en trufli ekki aðra. Já eða taka æpoddana eða önnur slík tæki í notkun – mér dettur til dæmis ekki í hug að allir hafi jafn gaman af Mahler og Prokoffieff og ég.

Auglýsingar

8 Responses to “hljóðmengun”


 1. 1 Lissy 2009-07-11 kl. 00:06

  I hope they did not ruin your evening! Such lovely weather today.

 2. 2 hildigunnur 2009-07-11 kl. 00:44

  no, they didn’t, fortunately I don’t irritate all that easily 🙂 Yes, the weather was lovely. When the days are like this I totally don’t want to move away from Iceland at all! Let’s fight…

 3. 3 Toggi 2009-07-11 kl. 01:26

  Prókoffíeff, Maler og Kántrísöngkonur. Bara nokkuð gott. „Leiðinda rokk“ er hinsvegar alltaf til ama.

  Nema hvað eins „leiðinda rokk“ er annars snilld.

  Og maður á auðvitað ekki að blasta neinu yfir nágrannana.

 4. 4 Veiga 2009-07-11 kl. 09:49

  Það er samskonar vandamál á tjaldsvæðum landsins. Alveg óþolandi..

 5. 5 Finnbogi 2009-07-11 kl. 10:36

  Í næstu götu við mig býr náungi sem bónar bílinn sinn tvisvar í viku ef veður leyfir, hefur allar hurðir opnar á meðan og blastar eitthvert ægilegt bank úr bílgræjunum yfir allt hverfið (ég sé ekki betur en að skottið hjá honum sé fullt af bassaboxi). Hann býr sem betur fer nægilega langt frá mér til að þetta pirri mig ekki að ráði en ég skil ekki þolinmæðina í fólkinu í næstu húsum við hann…

 6. 6 hildigunnur 2009-07-11 kl. 10:42

  Toggi, það er til leiðinda allskonarmúsík. Rokk er oft drulluflott. Þetta var leiðindarokk :þ (jújú, væntanlega fannst honum þetta snilld samt)

 7. 7 Meinhornid 2009-07-11 kl. 10:59

  Hvaða hvaða, allir elska Mahler!

 8. 8 Svanfríður 2009-07-11 kl. 14:30

  Ég hefði getað framið ódæði oftsinnis í fyrrasumar þegar nágranni okkar boraði,sagaði,lamdi og spilaði háværa tónlist langt fram yfir miðnætti.Börnin vöknuðu og ég í ham.Bert fór yfir og þurfti að öskra svo myndi heyrast í honum og loksins þegar húseigandi kom út þá varð hann reiður yfir trufluninni!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
« Jún   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: