Sarpur fyrir 10. júlí, 2009

hljóðmengun

hvernig stendur á því að fólki finnst sjálfsagt að koma með græjur út í garð og stilla uppáhaldsmúsíkina sína á fullt blast, þegar það fer út í sólbað? Fórum í Skipasund áðan að sækja okkur sumarblóm, þar sat gaur í næsta garði með eitthvað leiðinda rokk á fullu, samkvæmt húsráðendum hafði þetta verið allan daginn í gær og aftur í dag. Svo heim, sátum úti á palli svolitla stund, einhver í nágrenninu blastaði kántrísöngkonu, reyndar ekki alveg eins hátt og í Skipasundinu en nógu hátt samt.

Frekar pirrandi og tillitslaust, ekki nokkur ástæða til að hafa músíkina hærri en svo að maður sjálfur njóti hennar en trufli ekki aðra. Já eða taka æpoddana eða önnur slík tæki í notkun – mér dettur til dæmis ekki í hug að allir hafi jafn gaman af Mahler og Prokoffieff og ég.

ef tvöfalt fertugsafmæli

eins og við fórum í um daginn er áttræðisafmæli þá var ég núna áðan í hundraðogfertugsafmæli.

Voða flott brönsj í Turninum, aldrei komið þar áður (geeeeeeðveikt útsýni, ýmsar byggingar sem sáust frá nýju sjónarhorni) boðið kom afmælisbörnunum algerlega á óvart, fólk táraðist yfir ræðunum þó ekkert væri áfengið. Alveg eins og svona veislur eiga að vera.

Takk fyrir mig.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa