Sarpur fyrir 6. júlí, 2009

það verður ekki sagt

að við styðjum ekki við bakið á bókaútgefendum núna í sumar.

Vorum að taka saman að við erum búin að kaupa að minnsta kosti 11 kiljur síðan í lok maí. Allar nýjar – enga á 400 króna markaðnum. Varla heimsbókmenntir en vel hægt að eyða tímanum við úti á palli eða þá í stofusófanum ef þannig viðrar.

í framhaldi

af pistlinum frá um daginn, ég held ekki ég hafi sagt þessa sögu fyrr.

Sonur vinkonu minnar er íþróttagarpur, hans sterka hlið hefur alltaf verið sú. Hann ákvað þess vegna að fara á afreksíþróttabrautina í FB.

Það er ekkert vesen á þessum strák en hann varð fyrir miklum vonbrigðum með andann í deildinni. Akkúrat sama og kom fram í norsku könnuninni, mikið partístand og mikið sukk, alltaf þessi gríðarlega samkeppni milli krakkanna og vináttan fannst honum rista grunnt.

Eitt skiptið þegar kennari var veikur og tími féll niður bauð aðalstjarna deildarinnar stráknum heim á meðan, bjó rétt hjá skólanum. Jú jú, fínt – en það fyrsta sem gerðist þegar þeir komu inn í húsið var að stjarnan býður honum eina jónu. Jáneitakk.

Þetta væri svo sem nóg saga, en það versta er eftir.

Eftir áramót er sett fyrir ritgerð um forvarnargildi íþrótta. Stráksa er orðið heitt í hamsi og rakkar niður forvarnargildið sem tóma þvælu. Þetta var hins vegar ekki það sem átti að koma út, kennarinn varð brjálaður, rakkaði niður ritgerðina og gaf honum þrjá í einkunn.

Næs?

tvöfalt afmæli og tónleikar

ammlisboð fyrir Finn (átti afmæli 30. apríl) og Fífu (1. júní), skulduðum ömmuogafaogfrændfólksboð. Bara frekar næs.

Við Fífa fórum svo á tónleika Graduale Nobili, pottþétt besta stúlknakór landsins (sjáum til hvort við bætum við – og þótt víðar væri leitað eftir keppnina sem þær eru að fara í til Wales).

Allavega mjög flottir tónleikar, krossum öll putta með þeim.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júlí 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa