alltaf fyndið

þegar fólk heldur að það hafi verið fyrst (eða með þeim fyrstu) til að gera eitthvað, bara vegna þess að það sjálft vissi ekki af viðkomandi hlut fyrr. Þegar ég vann í Ístóni heitnum (forvera Tónastöðvarinnar) seldum við ukulele, reyndar héldu margir að það væri leikfangagítar og skildu ekki svo glatt hvers vegna það væri svona dýrt.

Ég vann í búðinni árin 1984-1986 ef ég man rétt. Gæti skeikað svona einu ári. Það er pínu fyrr en árið 2000. Og ég efast ekkert um að einhver Íslendingur hafi átt ukulele fyrir þennan tíma – þetta er bara það fyrsta sem ég þekki til hljóðfærisins hér á landi.

Kristín, hvenær veist þú til ukuleleeigandi Íslendings/a?

Auglýsingar

6 Responses to “alltaf fyndið”


 1. 1 parisardaman 2009-06-26 kl. 15:03

  Tja, vinur minn keypti sér ukulele, að mig minnir í Kólombíu fyrir allnokkrum árum, líklega um ’97 eða ’98. Hann spilar þrælvel á það, enda ágætlega fær gítarleikari.

  • 2 Fríða 2009-06-26 kl. 20:56

   Ja, ekki held ég að ég sé fyrst til að kaupa mér nikku. En mig grunar að þetta sé í tísku núna, miðað við hvað margir af vinum mínum og vinum barnanna minna tala um að þá langi til að spila á svona hljóðfæri. Nú, og svo vorum við meira að segja tvær vinkonurnar að garfa í að kaupa þetta án þess að vita af hvor annarri 🙂 Ukulele og harmonika 🙂

 2. 3 Nanna 2009-06-27 kl. 00:01

  Sportvöru- og hljóðfæraverslun Akureyrar auglýsir ukulele, banjó, fiðlur, gítara og mandólín árið 1942, það var elsta auglýsingin sem ég fann. Og í blöðum frá 6. áratugnum er þónokkuð um ukulele-auglýsingar.

 3. 4 hildigunnur 2009-06-27 kl. 00:08

  Nanna, heh já – öööörlítið fyrr en árið 2000…

 4. 5 parisardaman 2009-06-27 kl. 21:38

  Og ég heyrði ukulele auglýsingu á Rás 1 í dag. Það fannst mér skondið.

 5. 6 Gumm 2009-06-28 kl. 14:14

  Ef þú átt við Eyfa er ekki ólíklegt að hann hafi keypt charango frekar en ukulele í Kólombíu. Hann á allavega eitt slíkt og spilar vel á það:) (http://en.wikipedia.org/wiki/Charango ). En kannski keypti hann líka ukulele, hvað veit ég…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: