Dagur 5 – Olomouc

Byrjaði á skokki og sturtu og svo vorum við Jón Lárus með tveggja manna skemmtiþátt í morgunmatnum, fyrst kom hann fram í úthverfum bolnum og aðeins síðar missti ég morgunmatarpylsu ofan í Nutellakrukkuna (nutellahjúpuð smápylsa, mmmm)!

Gekk annars ótrúlega vel að smala köttunum í þetta skiptið, öll herbergislyklakort innheimtust, reyndar eftir talsvert japl, jaml og fuður. Hirtum vegabréfin, þau höfðu öll verið geymd í móttökunni, vorum ekkert að dreifa þeim strax, þar sem við vissum ekki hvort hótelið í Olomouc myndi heimta sama.

Náðum að leggja af stað í góðum tíma á stefnumótið við rútuna, eitthvað smotterí á leiðinni, einn hælsærisplástur og ein þurfti að skipta um skó en annars bara eins og smurt. Þegar Grétar hringdi í Jónsa til að tékka á stöðunni á hópnum varð hann steinhissa þegar hann heyrði að við værum öll komin á mótsstað, allar töskur vísar og allt saman. Ekki sem verst.Hlóðum bílinn á mettíma og svo var Prag kvödd með virktum. 300 kílómetra ferð til Olomouc, dágóður spotti þar, las á leiðinni, langt komin með Wallanderbókina.

Keyrðum að Slovenský Dúm (Slóvenska húsinu) þar sem keppnisskrifstofur voru til húsa, hittum hana Šárku sem átti að sjá um okkur allan tímann (og gerði með glæsibrag)

Hún fór með okkur inn á hótelið okkar, þar tók við niðurröðun í herbergi, það er flóknara en að segja, þegar um svona hóp er að ræða. Jónsi fór afsíðis ásamt tveimur þeirra elstu til að púsla, það tók alveg góða stund en leystist að lokum og ég held allir hafi verið sáttir. Við Jón Lárus settumst niður og skrifuðum öll vegabréfanúmerin ásamt fæðingardegi og ári, tengt herbergjunum, þetta þurfti fyrir hótelið. Tók alveg slatta tíma. Ætluðum að dreifa pössunum en það tókst ekki sérlega vel, á okkar hæð var nákvæmlega ein kórstúlka inni, allar hinar dreifðar út um alla vinda (kettir, jámm).

Netið á hótelinu virkaði fínt, það var ekkert sérlega fúlt að uppgötva það.

Stuttur göngutúr út frá hótelinu, sáum skrítnar rauðar pöddur sem við vitum ekkert hverjar eru:

pöddur

Fréttum af því að einhver í kórnum hefði tekið heila lúku af þessum pöddum, man ekki hver – og ekki hefði ég lagt í það…

Kvöldmatur á Skoska píparanum (Scottish Piper (já ég veit að Piper þýðir ekki pípari)), við áttum eftir að kynnast þeim stað betur í ferðinni. Sáum ekki betur en að börnin gleyptu í sig matinn með bestu lyst.

Skyldu snemmíhátt, langur dagur í vændum.

Auglýsingar

11 Responses to “Dagur 5 – Olomouc”


 1. 1 Jón Lárus 2009-06-13 kl. 01:39

  Já, þetta með ranghverfa bolinn. Konan í mötuneytinu fékk hláturskast þegar hún sá mig. Ég hélt fyrst að hún væri að stríða mér þar sem ég var í bleikum bol. Og skildi ekkert í tékkneskuflaumnum sem hún ruddi út úr sér. Þá var hún bara að reyna að segja mér að ég væri í bolnum á ranghverfunni.

 2. 2 ella 2009-06-13 kl. 06:19

  Eeeen, eru þetta ekki Maríubjöllur??? Uppáhaldspöddurnar mínar! Hefði sko verið alveg til í að hitta margar þannig og ekkert mál að halda á þeim. Sé þetta samt ekki alveg nógu skýrt til að vera viss.

 3. 3 hildigunnur 2009-06-13 kl. 09:30

  Nei nei, þetta eru ekki Maríubjöllur, gátu ekki flogið og voru líka talsvert stærri en allar Maríubjöllur sem ég hef séð.

 4. 4 hildigunnur 2009-06-13 kl. 09:31

  (og líka bara öðruvísi)

 5. 5 parisardaman 2009-06-13 kl. 09:45

  Ég hef nú samt alltaf kallað þetta maríuhænur, en þetta er bjöllutegund sem var ræktuð upp og notuð til að drepa einhverja lús sem var allt að drepa hérna í Mið-Evrópu. Og nú eru þær orðnar svo margar að það er næstum því óþolandi.

 6. 6 ella 2009-06-13 kl. 23:03

  Það eru til heilu búgarðarnir sem eingöngu rækta Maríubjöllur. Ég labbaði einu sinni í stóru gróðurhúsi í Árósum á eftir manneskju sem var með bréfpoka í hendinni og greip ofan í hann og stráði Maríubjöllum um allt. Það var gaman. Allar bjöllur geta víst flogið þó að þær séu ekkert að sýna það. Skilst mér.

 7. 7 hildigunnur 2009-06-14 kl. 00:22

  Kannski geta þær flogið, þó mér finnist afskaplega ólíklegt að þegar svona gríðarleg kólonía bjallna sé samankomin að engin ein sýni flughæfileikana. Svo er líka ekkert víst að svona tilbúin afbrigði geti flogið. Þessar bjöllur eru eiginlega ekkert sérlega líkar maríubjöllum/maríuhænum nema rauði liturinn.

 8. 8 ella 2009-06-14 kl. 06:15

  Næst þegar þú hittir svona hjörð skaltu bara setjast hjá þeim með prjónana þína og hinkra. Þær hljóta að missa þolinmæðina eftir fáeina daga og fljúga. Mér þýkir sennilegast að þær sýni hjarðhegðun samanber kýrnar; þegar ein beljan m…

 9. 9 ella 2009-06-14 kl. 06:15

  Afsakið; þykir.

 10. 10 Fríða 2009-06-15 kl. 11:18

  er þetta ekki svona: http://3.bp.blogspot.com/_8oDlbrtrbn4/SOzgMCowuRI/AAAAAAAADCQ/pbLuQkB1edc/s1600-h/aBerl%C3%ADn+184.jpg

  sem ég sá í Berlín í haust. Sú padda flaug þegar ég var búin að taka mynd af henni á handarbakinu á mér. Rosa krútt 🙂

 11. 11 hildigunnur 2009-06-15 kl. 11:37

  Nei, þetta eru ekki sömu, hér er mynd af einu eintaki, ekki alveg nógu skýr en mynstrið er allt öðruvísi, „mínar“ pöddur eru eins og þær séu í rauðum jakka með svartan boðung og eina röð af svörtum tölum niður.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: