er að verða

pínulítið þreytt á þessu ofnleysi. Tja reyndar eiginlega svolítið mikið pirruð.

Heyrðum loksins frá rafvirkjanum og þessi teikning sem við fengum í hendurnar bara hreinlega dugir ekki til. Svo sem eins og við þóttumst vera búin að finna út.

Hann sendi eiganda Kokku póst og ég vona að hún sé að reyna að finna út úr þessu fyrir okkur. Höfum samt ekki heyrt neitt frá henni – gæti verið að hún hafi reyndar ekki gert reply to all.

Hlýtur að vera hægt að finna út úr þessu. Ekki reikna ég með að neinn sé að henda 60 cm gaseldavél með rafmagnsofni, frá Ilve til að við getum hirt úr henni stykki…

Auglýsingar

9 Responses to “er að verða”


 1. 1 Nanna 2009-05-27 kl. 19:09

  Bíddu, ég missti af þessu, hvað er málið?

 2. 2 hildigunnur 2009-05-27 kl. 19:17

  já, takkinn sem skiptir um stillingar (undir-yfirhiti, grill, blástur og þannig) brotnaði af um daginn, eldri unglingur var að flýta sér framhjá eldavélinni með skólatöskuna sína, krækti í takkann og af fór hann. Eini takkinn sem er ekki úr stáli, það má ekki leiða þar í gegn.

  Fengum nýtt stykki í stað þess sem brotnaði, eitthvað múltifúnksjón dæmi, en það lítur allt öðruvísi út, stafir og tölur ekki þær sömu og eina teikningin sem finnst bara útskýrir alls ekki hvernig á að skipta um stykki. Og virðist ekki vera sérlega þægilegt að eiga við ítalina. Hún Guðrún í Kokku er búin að vera mjög hjálpleg en ennþá dugar ekkert 😥

  Þetta er búið að vera svona hátt á þriðja mánuð. Fáránlegt!

 3. 3 Nanna 2009-05-27 kl. 19:25

  Æ, æ. Greinilega öðruvísi en á minni Ilve-vél, þar eru allir takkar eins. Vona að þetta leysist.

  Er ofninn alveg ónothæfur eða er hann fastur á einhverri einni stillingu (svona eins og sjónvarpið mitt eftir að afruglarafjarstýringin dó í gær)?

 4. 5 parisardaman 2009-05-27 kl. 21:32

  ALveg fáránlegt.

 5. 6 hildigunnur 2009-05-27 kl. 23:57

  Nanna, alveg úti, því miður – hefði þolað þetta ef hann væri fastur á undir- og yfirhita…

  Ertu annars viss um að allir takkar séu eins á þinni? Þetta sést ekkert fyrr en takkinn er kominn af sko.

  Baun og París, ójá!

 6. 7 Nanna 2009-05-28 kl. 00:14

  Nei, það er rétt, þetta er svona á minni líka (nema þar eru þeir tveir því ofnarnir eru tveir).

 7. 8 hildigunnur 2009-05-28 kl. 00:25

  já, hélt það nefnilega. Allavega verulega súrt hvað þetta er erfitt. Það er alveg hrikalegt að geta ekki notað ofninn!

 8. 9 hildigunnur 2009-05-28 kl. 23:18

  Nýjustu fréttir, komin ný teikning. Stykkin merkt Vecchio og Nuovo. Lofar góðu…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: