Sarpur fyrir 25. maí, 2009

naumast

maður er bara alltaf að heyra í flottum kórum af landsbyggðinni. Í kvöld var það Kammerkór Akraness undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar, voru með tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Hef reyndar aldrei komið þangað uppeftir áður, fínn og mjúkur hljómburður, ekki of mikill endurómur, alveg passlegur, allt heyrðist. Það getur verið galli en í kvöld var það bara kostur. Kórinn var tandurhreinn og fínn, nákvæmur og samhljómandi. Ég var sérstaklega hrifin af karlaröddunum, mjúkar og fallegar og góður heildarhljómur. Konurnar voru fínar líka. Eitt það fáa sem mér fannst mætti bæta var að í þetta góðum hópi er alveg óþarfi að humma tóninn áður en byrjað er að syngja.

Takk fyrir mig, virkilega notaleg stund.

kammer

Vegna sparnaðar er verið að leggja niður kammerdeildina í Suzukiskólanum – allavega í bili (nánast verið að skera niður hjá okkur um 20%). Að spila kammermúsík er það skemmtilegasta sem Freyja gerir, á sellóið, enda er það ógurlega gaman, þannig að þetta er mikil synd. Eitthvað er verið að reyna að búa til sér skóla fyrir þetta, sjáum til hvernig til tekst. Hér er allavega smá sýnishorn af því sem Freyja og vinkonur hennar hafa verið að gera:


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa