hver hér hefur heyrt um bandaríska tónskáldið Alan Hovhaness?
Nei, hélt ekki. Ekki ég nefnilega heldur.
Spiluðum sinfóníu eftir hann á tónleikunum í dag, lokatónleikar SÁ í vetur. Ótrúlega magnað stykki. Jón Lárus rúllaði því inn á vídjó og ég er að hlusta og horfa núna. Myndin bara svona semigóð, enda hunderfitt að taka vídjó í Seltjarnarneskirkju, allavega á vorin, stórir gluggar og ljós á móti. Hins vegar ekkert að hljóðinu og þetta var bara frekar flottur flutningur. Gæti hugsast að það færi inn á þúrörið fljótlega, nenni því samt ómögulega í kvöld.
Takk fyrir, Óliver, takk allir sem voru að spila með í kvöld og þeir sem hlustuðu.
Þetta er eitt af þessum áhrifaríku verkum sem var verið að tala um í færslunni á undan. Meyr núna…
Ég hef heyrt um hann enda er eitt tónverk eftir hann í miklu uppáhaldi. Það heitir Prayer of St. Gregory. Finn því miður hvergi góða upptöku af því en hægt er að hlusta hér
nú, skotil 🙂