Sarpur fyrir 23. maí, 2009

snilldarskemmtilegir

tónleikar, ýkjulaust, ekki smá gaman að sjá og heyra þessi gömlu hljóðfæri. Um 45 mínútur hugsa ég að þeir hafi tekið, alveg passlegt. Allt tónlist úr gömlum handritum, mjög smekklega útsett og alveg eins og maður getur ímyndað sér að þetta hafi hljómað hér til forna. Ég held að tónlistariðkun með svona hljóðfærum hafi verið talsvert algengari en fólk hefur haldið.

Í lokin spiluðu þau aukalag, sálm (mesta furða hvað hann var hressilegur – þessi lög voru það flest), hnýttu aftan við laginu Í grænni lautu og buðu fólki að taka undir. Í salnum var mikið til kórfólk, þó nokkrir túristar og aðrir, ég sá á einhverjum túristanna að þau urðu gersamlega steinhissa á því að þegar salurinn tók undir var ekki mikið verr sungið en hjá þeim sem stóðu á sviðinu.

Takk fyrir mig, Marta, Örn, Halldór, Ásta og Sigursveinn, þetta var yndisleg stund. Maður getur ekki orðið nema í góðu skapi eftir svona tónleika.

stofutónleikar

búin að kaupa 2 miða á Spilmenn Ríkínís á Dómkirkjuloftinu í dag, Fífa og pabbi hennar geta slegist um annan miðann en ég ætla að nota hinn.

Eitthvað hefur prófarkalesurum Fréttablaðsins þótt þetta ankannalegt nafn, þar heita þau Spilamenn ríkisins…

En ég mæli sterklega með þessari grúppu, heil fjölskylda + föðurbróðir, spila gamla músík á gömul hljóðfæri (semsagt gömul íslensk hljóðfæri, ekki barokkfiðlur og lútur og þannig). Sjá hér.

eftir beiðni

þá koma hér tvær myndir af Loppu á einum af uppáhaldsstöðunum sínum:

Þarna situr hún oft meðan ég er að vinna, rétt við hliðina á mér. Það er að segja þegar hún reynir ekki að leggjast ofan á hendurnar á mér á lyklaborðinu eða hlamma sér á hljómborðið.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa