tónleikar, ýkjulaust, ekki smá gaman að sjá og heyra þessi gömlu hljóðfæri. Um 45 mínútur hugsa ég að þeir hafi tekið, alveg passlegt. Allt tónlist úr gömlum handritum, mjög smekklega útsett og alveg eins og maður getur ímyndað sér að þetta hafi hljómað hér til forna. Ég held að tónlistariðkun með svona hljóðfærum hafi verið talsvert algengari en fólk hefur haldið.
Í lokin spiluðu þau aukalag, sálm (mesta furða hvað hann var hressilegur – þessi lög voru það flest), hnýttu aftan við laginu Í grænni lautu og buðu fólki að taka undir. Í salnum var mikið til kórfólk, þó nokkrir túristar og aðrir, ég sá á einhverjum túristanna að þau urðu gersamlega steinhissa á því að þegar salurinn tók undir var ekki mikið verr sungið en hjá þeim sem stóðu á sviðinu.
Takk fyrir mig, Marta, Örn, Halldór, Ásta og Sigursveinn, þetta var yndisleg stund. Maður getur ekki orðið nema í góðu skapi eftir svona tónleika.
Nýlegar athugasemdir