lyklaborðið mitt

gafst upp í morgun. Reyndar orðið frekar gamalt, ég fékk að mig minnir ekki nýtt lyklaborð með þessari vél, sem er nú orðin að verða tveggja og hálfs árs. Lengi búið að vanta á það vinstri hástafatakkann, spurning hvort ég geti vanið mig á að nota hann aftur, var alltaf farin að nota þann hægri, líka þegar ég hef verið á vélum þar sem allt í lagi er með báða takka. Svo var borðið líka stundum farið að pota inn auka bilum, þar til í morgun að biltakkinn virkaði bara alls ekki. Alveg í svona 5 mínútur. Var búin að bölva þessu og búin að klippa út bil til að líma (það er talsvert pirrandi) en eftir smástund bara gafst blessað borðið alveg upp.

Hjólaði út í apple og fjárfesti í nýju lyklaborði, flatt og voða fínt. Hitt er í uppþvottavélinni í augnablikinu (nei, ekkert uppþvottaefni, já ég hef bjargað borðum amk. tímabundið með þessu, bara passa að þorni vel). Nei er ekki enn farin að nota vinstri hástafatakkann.

Nú langar mig út – en ekki alveg strax, morgunninn fór fyrir lítið í samningu.

2 Responses to “lyklaborðið mitt”


  1. 1 vinur 2009-05-19 kl. 21:48

    Í uppþvottavélinni?! Má það? (ég er svo græn) Kv. Gulla Hestnes

  2. 2 hildigunnur 2009-05-19 kl. 22:46

    Tja, auðvitað fer vatnið ekkert vel með rafrásir en ég las einu sinni þetta ráð og þegar helltist kók eða eitthvað álíka ofan í lyklaborðið mitt ákvað ég að prófa. Ég meina, borðið væri jú ónýtt hvort eð væri, það yrði ekkert verra en það.

    Svínvirkaði í allavega 2 ár, og ég hef ekki hugmynd um hvort það var þessu að kenna eða einhverju öðru þegar það síðan fór alveg.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: