talandi um bakkafulla læki…
Gláptum á þetta hjá Vælu systur í gær, mágurinn grillaði bestu borgara í heimi, æstum okkur yfir öðru sætinu (flott hjá stelpunni!) og glöddumst með Norðmönnum, það hefur verið skemmtilegur þjóðhátíðardagur þar á bæ.
Mér finnst gaman að þessi flotti strákur hafi unnið, alvöru tónlistarmenntaður, búinn að læra á fiðlu í fjöldamörg ár, semur lagið sjálfur, bara skemmtilegt. Einhvers staðar kom fram að hún Hulda, fiðlustelpa sem var að útskrifast með diplómagráðu frá Listaháskólanum núna í vor hefði verið herbergisfélagi hans þegar þau voru að spila í Norrænu unglingahljómsveitinni fyrir nokkru. Ég hugsa að lagið sé hreinlega skrifað um hana – þýðir ekki Hulda álfkona, annars…? (sagan væntanlega uppspuni en hugmyndin gæti mjög vel verið komin þannig til).
Nýlegar athugasemdir