goooott veeeeður

já, reikna með að flestir hér á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið eftir því. Snilld að fá svona um helgi, maður nánast fyrirgefur rokið í síðastliðinni viku.

Búið að bera á pallinn, önnur umferð á morgun og hann verður tilbúinn í notkun. Verstur fjárinn með útiarnana litlu tvo sem brotnuðu í roki í haust, og Míra hætt (er það ekki annars?)

Fullt fullt af blómum á rifsberjarunnunum, eitthvað heldur minna á sólberjadittó, graslaukurinn tilbúinn til notkunar, örstutt í rabarbarann, steinselja, hvítlaukur og mynta að byrja að gægjast upp.

Sumarið langþráða…

8 Responses to “goooott veeeeður”


 1. 1 baun 2009-05-16 kl. 19:04

  það var hreinn unaður að fara niður í bæ í dag, þvílík blíða:)

 2. 2 Harpa J 2009-05-17 kl. 10:44

  Og það er líka gott veður hjá mér!

 3. 3 hildigunnur 2009-05-17 kl. 12:39

  amm, og þetta er ennþá 😀 Algjör snilld, best að fara út.

 4. 4 Meinhornid 2009-05-17 kl. 13:05

  Já ég valdi laglega helgi fyrir vorhreingerningu – ojæja, það þornar þá bara hraðar…

 5. 5 Finnbogi 2009-05-19 kl. 10:38

  Það er svipað ástand hér suður frá. Garðurinn tók heldur betur við sér á þessari viku sem ég var í burtu. Runnarnir eru blómgaðir og kryddjurtirnar orðnar ætar, nema reyndar myntan sem er frekar sein til. Hins vegar gleymdi ég að skæla út rabarbarahnaus í haust svo líklega verð ég rabarbaralaus enn eitt sumarið.

 6. 6 hildigunnur 2009-05-19 kl. 17:22

  Finnbogi, þú getur fengið rabarbara (og reyndar rifsber ef þú vilt) hérna, nóg er til 🙂

 7. 7 Finnbogi 2009-05-20 kl. 14:18

  Já, ég fæ kannski að herma það upp á þig…

 8. 8 hildigunnur 2009-05-20 kl. 15:49

  Meira en sjálfsagt. Fljótlega hægt að fara að taka af rabarbaranum meira að segja 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: