já, reikna með að flestir hér á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið eftir því. Snilld að fá svona um helgi, maður nánast fyrirgefur rokið í síðastliðinni viku.
Búið að bera á pallinn, önnur umferð á morgun og hann verður tilbúinn í notkun. Verstur fjárinn með útiarnana litlu tvo sem brotnuðu í roki í haust, og Míra hætt (er það ekki annars?)
Fullt fullt af blómum á rifsberjarunnunum, eitthvað heldur minna á sólberjadittó, graslaukurinn tilbúinn til notkunar, örstutt í rabarbarann, steinselja, hvítlaukur og mynta að byrja að gægjast upp.
Sumarið langþráða…
Nýlegar athugasemdir