Sarpur fyrir 12. maí, 2009

æfing í kvöld

slepp við júróforkeppni. Ekki slæmt þó æfingin sé reyndar fulllöng (alveg 4 tímar, smápásu fáum við nú samt væntanlega).

Við nokkur úr SÁ spilum með kirkjukór Seltjarnarneskirkju, Litlu orgelmessu Haydns á uppstigningardag. Fyrsta æfing í kvöld, ekki farin að sjá nóturnar enn, reyndar sjálfri mér að kenna. Hef spilað þetta áður en það er reyndar ansi hreint langt síðan. Verður gaman að rifja upp stykkið. Svo hefðbundin æfing hjá hljómsveitinni á eftir.

hlýtur að vera eitthvað rétt

við fyrningarleiðina á aflaheimildum úr því LÍÚ vælir svona hátt.

Verð að segja að ég vorkenni þeim ekki sérlega.

hvað er með rokið?

blómin mín liggja flöt út í garði. Aumingja fallegu hvítasunnuliljurnar eiga örugglega ekki eftir að reisa sig við í ár. Spurning um að tína þær bara og njóta hér inni í vasa í staðinn?

Eru ekki venjulega apríl og maí frekar svona lygnir mánuðir? eða er mig að misminna?


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa