Sarpur fyrir 11. maí, 2009

suz búinn í vetur

ahh, það var nú gott. Síðasti kennsludagurinn í dag, búin að skrifa allar umsagnir – mikill munur síðan dacapo kerfið fór á server og hægt er að vinna þetta heima. Reyndar kennarafundur á miðvikudaginn og skólaslit á föstudaginn en þetta er samt bara lúxus.

Tvær kennsluvikur eftir í Hafnarfirði, hins vegar.

leiðindadraumur

er ekki alltaf þannig að þegar maður er stressaður og mikið um að vera þá dreymir mann eitthvað rugl?

Mig dreymdi allavega í nótt að ég hefði tekið að mér grunnskólakennslu, væri með fyrsta bekk, árið að verða búið, ég algerlega búin að missa öll tök á bekknum, brjálaðir krakkar, enginn hafði unnið heimavinnuna allan veturinn, ég hafði aldrei verið í sambandi við foreldrana, allt í kássu.

Frekar fegin að vakna…


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa