hvar

er besta brunch í bænum (tja fyrir utan heima hjá bloggvinum þeas)? Þegar Freyja útskrifaðist úr þriðju bók á sellóið um daginn gerðum við ekkert sérstakt fyrir hana, þar sem hún var að fara í afmæli, nú langar hana í fjölskyldumorgun- eða hádegismat. Vorum að spá í 10 dropa en ég held að það sé ekki opið á sunnudögum þar. Tími ekki Vox…

Auglýsingar

10 Responses to “hvar”


 1. 1 Sesselja 2009-05-10 kl. 10:49

  Á steinöld var góður brunch á Gráa kettinum! En veit ekki hvort að hann er ennþá til. En Vegamót stendur vel fyrir sínu!

 2. 2 hildigunnur 2009-05-10 kl. 10:54

  Sesselja, fyndið, við vorum einmitt búin að koma okkur niður á Vegamót. Er Grái kötturinn með heitt súkkulaði? það er grundvallarspurning sellóbarnsins…

 3. 3 Harpa J 2009-05-10 kl. 13:10

  Ég hef ekki grun – en góða skemmtun!

 4. 4 HT 2009-05-10 kl. 18:28

  Hvar enduðuð þið svo? Bara svona til að fylgjast með samkeppnisaðilunum…

 5. 5 hildigunnur 2009-05-10 kl. 18:50

  Hjálmar, Vegamótum, það var fínt – en betra hjá ykkur. Mangójógúrtið – no contest!!!

  • 6 Sesselja 2009-05-10 kl. 19:22

   Já ég fékk ekta súkkulaði þar með miklum rjóma í árdag….en ég þykist vita að þið séuð komin vel á veg með að melta dögurð dagsins en svona fyrir næsta tækifæri!!

   • 7 hildigunnur 2009-05-10 kl. 21:21

    Kúl, verð að prófa það einhvern tímann. Ég er mjööög kresin á heitt súkkulaði, hef bara fundið 3 staði í Reykjavík sem gera nógu gott slíkt fyrir mig (Vegamótasúkkulaðið var ekki eitt af þeim).

 6. 8 Sesselja 2009-05-12 kl. 16:59

  Hildigunnur hvaða staðir eru það? Eru 10 dropar einn af þeim stöðum?

 7. 9 hildigunnur 2009-05-12 kl. 22:36

  Sesselja, já 10 dropar er í náðinni enda snilldarsúkkulaði þar á bæ. Hinir staðirnir sem ég veit um eru náttúrlega Mokka og svo er 101 veitingahús með mjög gott heitt súkkulaði. Bæði Kaffitár og Te og kaffi gera hins vegar óspennandi bragðlítið súkkulaði.

  • 10 Sesselja 2009-05-13 kl. 13:04

   Já ég mundi eftir Mokka þegar ég var búin að svara færslunni og það er rétt hjá þér að 101 er með fínt súkkulaði líka vill svo til að ég smakkaði það í haust! Alltaf gott að vita um góð tips í 101;o)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: